Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 226
220
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
og Abraham, verður sá eða sú að gefa sig - í þögn - fáránleikanum á
vald.4
I Biblíunni tekur Abraham stökkið úr hugsanlegri trú yfir í trúar-
reynslu algleymis. Og hann gerir það með því að trúa, án efa, á mátt þess
sem enginn fær hugsað. Hann tekur með öðrum orðum stökkið úr þessu
augnabliki þegar ástin, trúin og ábyrgðin geta ekki átt samleið, úr þessu
augnabliki sem kemur á undan tilfinningu trúarinnar, yfir í trúarreynsl-
una sjálfa. Kierkegaard, hins vegar, fær ekki trúað eins og Abraham.
Hann er sagður upphafsmaður eiginlegrar tilvistarstefnu (ásamt
Nietzsche), og hugsunin sem liggur henni til grundvallar felst í viður-
kenningu á fjarstæðu eigin tilveru.5 Tilvera manns er merkingarlaus í
sjálfri sér og því fær guð, eða trúin á guð, ekki breytt. En hver er munur-
inn á að viðurkenna fjarstæðu eigin tilveru og trúa á fáránleikann?
Kierkegaard gerir greinarmun á trú og trúarreynslu, á því sem hægt er að
hugsa og því sem enginn fær tjáð, á ást manns í frelsi og ábyrgð og þeirri
ást sem Abraham - í krafti trúar á það sem enginn fær tjáð - ástundar.
Viðurkenni maður fjarstæðu eigin tilveru, reynir maður fyrir sér í mót-
sögn tilfinninga, í frelsi og ábyrgð ástar sinnar, en án þess að trúin á guð
geti gert þverstæðu tilverunnar að engu. Þannig verður maður (í vest-
rænum heimi) mannsmynd úr Biblíunni án þess að geta orðið persóna í
sömu bók; maður lifir, án lausnar, í mótsögn tilfinninga. Slík er þráttar-
hyggja þeirrar fagurfræði sem trúin skapar. I huga Kierkegaards erum
við reyndar þöngulhausar án ástar á fagurfræði.6 An fagurfræðinnar er
eins og tilveran (Biblían) sé okkur lokuð bók.
Nýverið kom út játningasaga Isaks Harðarsonar Þú sem ert á himn-
um-þú ert hér. Þar lendir Isak í þverstæðu tilverunnar og sá atburður er
tilefni þessara skrifa. Líkt og sagan af Abraham, greinir játningasagan frá
ástandi þegar trúin, ástin og ábyrgðin geta ekki átt samleið. I leit sinni að
4 Sjá t.d. bls. 21 í Frygt og Bœven, en þar segir de silentio í kafla sem hann nefnir
„Lovtale Over Abraham": „En Abraham trúði og efaðist ekki, hann trúði
hinu fáránlega.“ Á bls. 50 segist de silentio vilja beina spjótum sínum að día-
lektískum þætti sögunnar af Abraham í því augnamiði að gaumgæfa þver-
stæðu trúarinnar, eða hversu skelfileg sú þverstæða sé, sem geti gert morð að
heilögum atburði, þóknanlegum guði, þverstæða sem færi Abraham Isak aft-
ur, eitthvað sem enginn fær hugsað, þar sem trúin byrjar, þar sem hugsuninni
sleppir.
5 Sjá grein Páls Skúlasonar: „Tilvistarstefnan og Sigurður Nordal" í Skírni, 161
(haust 1987), bls. 310.
6 í kaflanum „Problema 111“ í Frygt og Bæven má finna neðanmálsgrein þar sem
hinn þögli reifar sannindi um ósannindi fagurfræðinnar: „Trúlausari geta vís-
indi ekki verið og lítil hamingja siglir í kjölfar ástar á þeim, en sá sem ekki ann
fagurfræðinni", bætir de silentio við, „er og verður þöngulhaus (pecus)“ (bls.
88-89).