Skírnir - 01.04.1998, Síða 227
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
221
merkingu og sannleika um líf sitt, öðlast ísak reynslu af mótsögn ástar
og ábyrgðar og við lok sögunnar játar hann vankunnáttu sína í lífinu:
Skyndilega þyrmir yfir mig. Fáviti! Glæpamaður! Þú hefur glatað
fjölskyldu þinni, hefur tapað öllu vegna hroka þíns, sjálfhverfni og
stefnuleysis. Afglapi! Kannt ekki að elska! Að „leita að Guði“ -
hvað? Svona uppskerðu: Þú ert einn!7
Olíkt Abraham tjáir Isak vankunnáttu sína í lífinu. Isak veit að hann
„kann ekki að elska“, en í þrá eftir betra hlutskipti játar hann vankunn-
áttu sína. Isak er líka skáld og þegar skáld játar vankunnáttu sína, borgar
það sjálft: „Wer jetzt allein ist, wird es lange bleiben“.8 Af þessum sök-
um getur Isak ekki reitt sig á mátt þeirrar trúar sem hvílir í reynslunni af
fáránleikanum. Ef svo væri sæti guð í eilífðinni aleinn um hnossið (tilver-
una) og enginn fagurfræðilegur munur til á persónu í biblíusögu og
mannsmynd úr Biblíunni, á Abraham og ísak sjálfum.9 í vestrænni
(kristinni) menningu erum við öll í sporum Abrahams, þó ekki sem
staðlaðar eftirhcrmur, heldur sem síkvikir, dauðlegir túlkendur. Þótt
engillinn sem varnaði Abraham böðulsverkið sé farinn, er verkefni
manna ærið; þótt guði hafi orðið stirt unt stef, er fjallið krökkt af fórn-
fúsu fólki: Líkt og íslenska kindin, étur fólk viðurværi sitt upp til agna.
Spurningar á borð við: Hverju fórna ég? Hverjum fórna ég? Er hægt að
fórna því sem enginn á? - bíða ævinlega svara og þau skáld sem finna sig
ekki nema í leit, kasta sér á bálið.10
7 ísak Harðarson: Þú sem ert á himnum - þú ert hér! Játningasaga. Forlagið.
Reykjavík 1996, bls. 208. Eftirleiðis fylgir blaðsíðutal hverri tilvitnun.
8 Hér er vísað í ljóðið „Herbsttag" eftir Rainer Maria Rilke í Ausgewáhlte
Gedichte. Insel Verlag. Leipzig 1941, bls. 48. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt
ljóðið undir titlinum „Haustdagur" í Erlend Ijóð frá liðnum tímum (Mál og
menning. Reykjavík 1982, bls. 106), en ljóðlínan er þessi: „Og sá sem nú á
engan að, skal lifa alls einmana".
9 í smásögunni „Mannsmynd úr biblíunni“ eftir Guðberg Bergsson má finna
persónu sem gerir fagurfræðilegan greinarmun á persónu í biblíusögu og
sjálfri sér: „Heyrðu nú, ísak bróðir, segi ég stundum við sjálfan mig, mig sem
heiti alls ekki Isak: Þeir fórna þér á timburhlaða. Þeir leyfa þér að lafa með,
svo að þú borgir olíuna á eldinn, olíuna sem hellt er á viðarköstinn, vínið sem
þeir drekka. Þeir halda að þeir séu Abraham. Þá ávarpa ég sjálfan mig í minni
brunaþrá og segi: Allt í lagi, Isak, sonur Abrahams. Hver kaupir ekki andar-
takið og vináttuna og eyðilegginguna dýru verði, og hlýtur þess vegna að
brenna í losta á bálinu?" I smásagnasafninu Maðurinn er myndavél. Forlagið.
Reykjavík 1988, bls. 8.
10 Sjá The Concept of Modemism eftir Ástráð Eysteinsson (Cornell University
Press. Ithaca og London 1990, bls. 232), en þar ræðir Ástráður hugmyndir