Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 228
222
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
En hvernig ísak er ísak? Hvernig reynir hann fyrir sér í mótsögn til-
finninga? Þungamiðja játninganna er meðvitund Isaks um vanda tilvistar
sinnar. Hann viðurkennir vankunnáttu sína í lífinu og reynslan af þeirri
vitneskju er ekki aðeins ærið verkefni fyrir skáld, heldur efniviður fagur-
fræðinnar. ísak gefur þess vegna sjálfum sér, sem og lesanda játningasög-
unnar, tækifæri til að umbreytast - um stund - úr þöngulhaus frammi
fyrir tilverunni í túlkanda hennar og slíkum atburði ber að fagna: Isak
vill trúa á möguleika manns í ábyrgð ástar sinnar (lífinu), en möguleikar
hans til að elska renna honum aftur og aftur úr greipum. I rás sögunnar
má sjá hvernig þrá hans eftir varanlegri hamingju, sálarfriði og lífstil-
gangi stigmagnast og hvernig þörf hans fyrir haldreipi verður æ fyrir-
ferðarmeiri. Fyrir valinu verður Kristur, sem er óneitanlega flínkari í
ástinni en við hin, og við lok sögunnar þegar Isak er búinn að uppskera
ávexti sjálfsleitarinnar, syngur hann og spilar lagið „Ekkert í heiminum".
Þetta er lokaerindið:
O, Jesús, mín trú
og mín ást og mín von og minn vin!
Þinn kross er mín brú
frá jörðu í himininn inn.
Og Jesús, minn Guð, þig fær ekkert í heiminum deytt.
Þótt stormurinn næði og vargurinn æði,
þá er það sem alls ekki neitt
- því þótt stormurinn næði og vargurinn æði,
þá verðum við Jesús sem eitt. (210)
Hér verður ekki spurt hvort viðnámið gegn fáránleikanum (í anda
Kierkegaards) sé gæfulegra en láta undan freistingu fáránleikans (að
hætti Abrahams). Þar sem tilfinning trúarinnar er handan hugsunar, get-
ur enginn verið til frásagnar um muninn. Lesandi játningasögunnar þarf
heldur ekki að kalla á eftir ísak: „Heyrðu þú þarna! Það er miklu betra
fyrir mig, þig og sköpunina ef þú heldur áfram að þola við!“ I Jaessari
grein er frekar spurt um möguleika ísaks í trú sinni og hvort ísak fái
lausn undan hlutskipti sínu í mótsögn tilfinninga. Til þess er spurt um
átökin í þeirri fagurfræði sem trúarþörfin skapar, um augnablikið sem
Antonian Artauds um samband lífs og listar. Það er í bókinni The Theatre
and Its Double (þýðandi Mary Caroline Richards. Grove. New York 1958,
bls. 13) sem Artaud segir eftirfarandi um listina og hvernig hún getur orðið
eins og „atburður" úr lífinu: „Við erum ekki að vísa í lífið eins og við þekkj-
um það af yfirborði staðreyndar þess, heldur í þessari brothættu, sveiflu-
kenndu miðju, sem ekkert form fær höndlað. En í stað þess að brenna eins og
fórnarlömb á viðarkestinum og gefa merki í logunum, hvílir sannkölluð bölv-
un á okkar tímum: listrænt daður við form.“