Skírnir - 01.04.1998, Síða 229
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
223
kemur á undan tilfinningu trúarinnar, hvernig ísak ratar þangað og
hvernig hann bregst við því.
I.
Játningasögunni er skipt í þrjá hluta. Fyrst kemur formáli sögunnar sem
er hvort tveggja í senn tilraun í sköpunarsögu og heimsendaspá: „Að
nóttu. Nú rökkvar um allan hinn kringlótta heim“ (11). Hér drcgur Isak
upp mynd af veröld og þeirri vá sem vokir yfir fegurð hennar, gleymi
jarðarbúar uppruna sínum; sköpun guðs. Og það er hér sem ísak svarar
kallinu: Hann vill lifa, eins og barn, í ljósi skaparans. Síðan taka játning-
arnar við. Fyrri hluti þeirra nefnist „í Efanum. Sama gamla herbergið -
sama gamla sagan". Þetta er frásögn játarans af lífi sínu, frá barnæsku til
fullorðinsára, og hvernig glíman við þrásæknar efasemdir um gildi lífsins
tekur sæti vammlausrar barnatrúar. Eftir endasleppa leit hans að merk-
ingu og eftir ítrekaðar tilraunir til að festa ást á lífinu, sjálfum sér, öðru
fólki eða hugsanlegum viðfangsefnum, fyllir þrá hans eftir óhrekjanleg-
um lífstilgangi og varanlegri hamingju í stigvaxandi mæli út í frásögnina.
í stuttu máli vill ísak verða hamingjusamur, en til þess verður hann að
öðlast frelsi undan efasemdum um gildi (merkingu) lífsins. í þriðja og
síðasta hluta sögunnar sem nefnist „AF ANDANUM. Þú sem ert á
himnum - þú ert hér“, tekur þörf Isaks fyrir haldreipi á sig áþreifanlega
mynd. Hér eiga líka hvörf játningasögunnar sér stað: ísak kemst úr efan-
um í kærleika Krists. En þótt hann finni son guðs, uppsker hann engu að
síður beiska ávexti mannlegrar sjálfsleitar. Með Jesú sér við hlið, er hann
líka einn andspænis þverstæðu tilverunnar. Hann er búinn að brjóta og
týna og hcfur sannreynt vankunnáttu sína í mótsögn tilfinninga.
Áður en haldið er lengra inn í játningasögu ísaks, er rétt að minnast
frekar á fáein atriði þeirrar frásagnarhefðar sem játningaformið tilheyrir.
Eins og getið var um hér í upphafi, er ekki ætlunin að þrengja að
persónulegu lífi játarans. Æska hans (sem eins og lýsing ísaks á unglings-
árunum og reynslunni af fyrsta alvarlega þunglyndinu er verðugt verk-
efni) kemur lítið sem ekkert við sögu. „Hvaða barn hefur ekki ástæðu til
að gráta vegna foreldra sinna?“ spurði annað skáld á fjalli,11 og í stað þess
að fara í saumana á þeirri skapandi endurtekningu - eins og að leita svara
við þeirri spurningu hvort ísak gráti foreldra sína meir en hans eigin börn
hann - beinist umræða þcssarar greinar frekar að fagurfræðilegum mögu-
leikum. Taki maður tilraun og trú ísaks alvarlega, hlýtur vitundin um
ríkulega reynslu hans í heimi þjáningarinnar að vera viðvarandi. Öðruvísi
er ekki hægt að leita - með ísak - að mögulegum lífshætti. Og þegar
spurt er um viðbrögð ísaks í vankunnáttu hans í lífinu, er vesöld manns
líka áhugaverð svo lengi sem hún snertir kviku málanna: lífið. I því erindi
11 Sjá Svo mxlti Zaraþústra, bls. 90.