Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 230
224
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
spyr ég um þráttarhyggju þeirrar fagurfræði sem trúin skapar og þá
möguleika sem felast í þeim átökum.
Fljótt á litið geta fagurfræðilegir möguleikar játningaformsins virst
óravegu frá kristinni merkingu játningaformsins, eða þeirri hugmynd að
kristin játning sé frekar samantekt sögulegra atriða en skáldleg tjáning;
að hún sé frekar jarðnesk (og þess vegna sönn) saga manns en verk
ímyndunar.12 Sjálf trúarjátningin hefur þó skáldlegan flöt: Hún er í senn
jarðnesk saga manns sem og skuggsjá guðs á jörðinni; það orð sem
„þýddi hinar fornu, helgu ritningar svo að þær urðu nýjar“.13 I raun er
því jafn tilgangslaust að spyrja um fagurfræðilega möguleika játninga-
formsins úr tengslum við kristna merkingu þess, sem og játningu í krist-
inni merkingu úr tengslum við þátt skáldskapar og heimspeki. Sjálfur
Jesús (í túlkun sinni á mannlegu hlutskipti) getur ekki hafa fúlsað við
áhrifamætti ímyndunarinnar.
Saga Isaks kann, með öðrum orðum, að vera fyrst og síðast kristin
trúarjátning. Og eins og ljóst mun verða, þráir ísak vitneskju trúarsann-
inda frekar en ósannindi ímyndunar. En þar sem Isak fær ekki trúað eins
og Abraham, finnur hann sig nauðugur, viljugur í flöktandi mörkum
trúar og fagurfræði. Hann túlkar jú og tjáir hlutskipti sitt og kemst þar af
leiðandi sjálfur ekki hjá aðgreiningu trúar og trúarreynslu, á því sem
hægt er að tjá og því sem enginn fær orðað. Eigi trúin á guð, hins vegar,
að breyta hlutskipti Isaks, getur aðgreining af þessu tagi dregið dilk á
eftir sér. Slík er þverstæðan sem bæði hann og lesandi sögunnar standa
frammi fyrir.
I játningum ísaks verður þó önnur og skyld aðgreining á vegi manns,
aðgreining sem krefst bæði athygli og hollustu. Hún snýr að muninum á
þrá ísaks eftir að komast úr þjáningarfullri mótsögn tilfinninganna og
möguleikum hans til að tjá slíka þrá, á þeim sem þráir griðastað (guð) og
þeim sem reynir að tjá slíkt hlutskipti. I huga Wittgensteins (sem er
heimspekingur, rúmlega hálfri öld yngri en Kierkegaard), er kristni að-
eins ætluð þeim sem þarf á ævarandi hjálp að halda: Kristin trú er griða-
staður manns sem haldinn er endanlegri kvöl.14 En tjáir maður slíka þrá,
þekki maður ekki kvölina? Og þekki maður kvölina, er griðastaðurinn
þá ekki alvöru freisting? I alvöru játningu felst bæði viðurkenning á
freistingunni og vilji til að yfirvinna hana, eins og samtímaheimspeking-
urinn Stanley Cavell orðar það.15
12 Sigurbjörn Einarsson: „Kristin trú á tækniöld" í Skírni, 161 (haust 1987), bls.
346.
13 Sama grein, bls. 348-49.
14 Ludwig Wittgenstein: Vermischte Bemerkungen (Culture and Value). Ritstj.
G. H. von Wright og Heikki Nyman. Basil Blackwell. Oxford 1980, bls. 46.
15 Sjá ritgerðina „The Availability of Wittgenstein’s Later Philosophy“ eftir
Stanley Cavell í Must We Mean What We Sayl Cambridge University Press.
Cambridge 1976, bls. 70-71.