Skírnir - 01.04.1998, Side 231
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
225
Spurningin er því hvernig maður játar, hvernig maður opnar hjarta
sitt fyrir meðbræðrum sínum með því að opna hjarta sitt fyrir guði. Er
annars hægt að standa nakinn frammi fyrir öðrum? Til þess, segir Witt-
genstein, þarf maður að búa yfir sérstæðri ást, ást sem er viðurkenning
manns á því að öll séum við „illkvittin börn“. Með því móti losnar mað-
ur ekki við blygðunina sem maður ber gagnvart sjálfum sér, en maður
blygðast sín ekki fyrir sjálfan sig frammi fyrir meðbræðrum sínum.16
Kannski man maður eftir mótsögn hinna í alvöru játningu, en til þess að
standast frcistingu griðastaðarins, er eins og maður þurfi að þola við í
sammannlegri mótsögn ástar og ábyrgðar.
Játi maður vankunnáttu sína í lífinu í þrá eftir betra hlutskipti, játar
maður sig inn í ofangreinda hefð hugsunar, þá þráttarhyggju sem þörf
manns fyrir trú skapar. Skiptir þá litlu hvort viðkomandi trúir á guð eða
ekki: Undan guðshugmyndinni verður ekki komist með andanum. I
huga Nietzsches er hún leiftur snilldar, þegar kemur að ítökum hennar í
vestrænni menningu.17 Guðshugmyndin, segja líka aðrir túlkendur sömu
menningar, er eina sök manneskjunnar sem ekki er hægt að fyrirgefa.18
Þar sem Isak ratar í augnablikið á undan tilfinningu trúarinnar og játar í
Þú sem ert á bimnum - þú ert hér vankunnáttu sína í mótsögn tilfinn-
inga, spyr ég ekki hvort umrædd frásagnarhefð komi honum við. Isak fer
heldur ekki varhluta af þeirri sérstæðu ást sem minnst var á hér að fram-
an, eða þeirri ást sem gerir honum kleift að tjá sig um hlutskipti sitt. En
þar sem hann þráir varanlega, persónulega hamingju, er eins og hann vilji
gera betur en að þola við í flöktandi mörkum trúar og fagurfræði. Spurn-
ingin verður því hvort trúarjátning fái breytt hlutskipti hans. í þessu efni
efast Kierkegaard, enda byggir viðnámið gegn freistingu fáránleikans á
því lífsviðhorfi (skynjun) að hlutskipti manns í mótsögn tilfinninganna
sé ekki til að öðlast frelsi undan. Einn túlkandi Kierkegaards orðar vand-
ann á þá leið að ekki einu sinni játning geti hreinsað skáld af synd.19
Abraham, eins og minnst hefur verið á, virðist hólpinn í algleymi trúar-
reynslunnar. En hverju og hvernig trúir Isak?
16 Ludwig Wittgenstein: V'ermischte Bemerkungen (Culture and Value), bls. 46:
„Man soll nun zwar fortfahren, sich seines Innern zu schámen, aber nicht sich
seines vor den Mitmenschen zu schámen."
17 I bókinni The Gift of Death (þýðandi David Wills, University of Chicago
Press, Chicago og London 1996) ræðir höfundur hennar, Jacques Derrida, á
einum stað um tvilkun Nietzsches á kristni. Sjá bls. 114-15.
18 1 nýlegri bók vitnar samtímaheimspekingurinn Simon Critchley í þessi orð de
Sade. Sjá Very Little ... Almost Nothing. Routledge. London og New York
1997, bls. 67.
19 Túlkandinn er Maurice Blanchot og vísa ég hér í grein hans „Gazes from
Beyond the Grave“ í Work on Fire. Þýðandi Charlotte Mandell. Stanford
University Press. Stanford 1995.