Skírnir - 01.04.1998, Side 232
226
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
II.
Sögusviðið er Reykjavík nútímans og Isak rekur lífshlaup sitt frá fyrstu
endurminningum sínum á Snorrabraut í húsi afa og ömmu til stundar-
innar þar sem hann situr einn með Jesú og spilar og syngur „Ekkert í
heiminum". Hvörfin í sögunni eru 18. maí, árið 1990, en á þeim degi
finnur ísak nálægð skaparans, heima hjá ömmu sinni, blaðandi í bókinni
Er ekki einhver þarna sem getur hjálpað mér? eftir Sandy Brown. Þá er
ísak rúmlega þrítugur, giftur og tveggja barna faðir, hefur sent frá sér
nokkrar ljóðabækur og eitt smásagnasafn. Hann er búinn að velkjast í ef-
anum, en í kaflanum á undan má finna frásögnina af lífi hans án guðs,
hvernig hann þvælist heimilislaus í sjálfum sér milli ættingja, vina,
kvenna, vinnustaða og deilda í Háskólanum og hvernig reynslan af
þunglyndi, ofdrykkju og yfirþyrmandi tilgangsleysi allra hluta dregur úr
mögulegu gildi leitarinnar. Fram að hvörfunum er það skáldskapur sem
minnir tsak á leit annarra og tilraunir einstaka skálda eru honum hvatn-
ing í volkinu. En eftir hvörfin þokar þörf Isaks fyrir sannan veruleika
upplognum hugmyndum skáldanna burt:
Sá misljósi vitnisburður um Veruleikann sem birtist í brotakenndum
sannleika og fegurð skáldverkanna er allt í einu orðinn svo skamm-
drægur og litlaus í samanburði við Veruleikann sjálfan - og þessa
stundina þarf ég ekki á neinum dularrúnum eða skáldspeki að halda;
lifandi, yfirflæðandi Veruleikinn er hjá mér, hann er persóna; VIN-
UR! (139)
Ást á skáldskap er ekki trygging fyrir hamingju og eftir hvörfin (í
andanum) er guðshugmyndin (eða guðshugtakið eins og ísak nefnir það)
persónugerð svo leitin að sannleika, merkingu og kærleika vari ekki að
eilífu. Ráðgáta orða víkur þannig fyrir meintum sannleika þeirra: Isak
vill vita eitthvað með vissu, þar sem hugmyndir um „lífið og tilveruna,
ástina og dauðann, Guð og mannkynið" eru bara „hugmyndir“, og geta
ekki verið sannfærandi í veruleika sem er ekki bara nýr, heldur sannur.
Seinna verður vikið nánar að ofangreindum fundi guðs (hins sanna veru-
leika) og skáldskapar (dularrúnum) í játningum/huga ísaks. í hvörfunum
má hins vegar greina þá hugarfarsbreytingu sem liggur túlkun ísaks á
sjálfum sér í lífinu til grundvallar:
Um leið og ég hafði þannig samsamast konunni [Sandy Brown] og
staðið í hennar sporum nokkur augnablik, þá var eins og gömlu,
fjallþykku lagi af hroka væri svipt af skilningi mínum og vitund. í
fyrsta skipti á ævinni sá ég nú með hlutlægum og óhlutdrægum hætti
hvar ÉG var staddur gagnvart hinum sanna Veruleika:
Eg sá andlegt myrkur MITT.