Skírnir - 01.04.1998, Page 233
SKÍRNIR
f MÓTSÖGN TILFINNINGA
227
Ég sá þekkingarskort MINN á Guði.
Ég sá hversu blindur ÉG var - sá, að þótt ég hefði hundrað þús-
und hugmyndir um lífið og tilveruna, ástina og dauðann, Guð og
mannkynið, þá voru það bara HUG-MYNDIR, myndir í huganum
- í raun og veru vissi ég EKKERT MEÐ VISSU um Guð og sann-
leikann og veruleikann! [...] I fyrsta skipti í lífinu upplifði ég andlegt
hungur mitt: Ó, HVAÐ MIG VANTAÐI GUÐ! [...] Það var þrá -
það var ÞRÁ EFTIR GUÐI!
I fyrsta skipti kallaði smíðisgripurinn á höfund sinn vitandi vits!
Ó, ef ekkert væri á bak við guðshugtakið þá væri heldur ekkert sem
máli skipti á bak við neitt annað; allur „sannleikur", „kærleikur",
„merking" - já, öll viðleitni og athafnir mannsins væru ekkert annað
en ósjálfráðir, skynlausir og tilgangslausir kippir steindauðs efnis.
Ó, elsku mannkynið mitt, hefur enginn búið þig til! Ertu þá ekki
til neins, er enginn sem elskar þig, áttu engan föður!
Ó, hvað mig vantaði Guð! - Hvað ég þráði að finna hann!
Og snöktandi og skjálfandi, eins og strá í vindi, stundi ég upp
yfir mig: „Guð! Guð!“ - I fyrsta skipti í dauðanum hrópaði sál mín á
Skapara sinn.
Og þá, alveg um leið, eða örstuttu fyrr eða síðar, ÞÁ KEMUR
ÞU! Skyndilega finn ég að ég er ekki lengur einn í herberginu; ég
finn fyrir einhverri Návist. (130-32)
Án guðs er „öll viðleitni og athafnir mannsins", „ósjálfráðir, skynlausir
og tilgangslausir kipjair steindauðs efnis“. Kærleikurinn, merkingin og
sannleikurinn, trúir Isak, eru staðlausir stafir án guðs og finnist honum á
stundum eitthvað annað, þrengir lífið hættulega að honum. I hvörfunum
verður túlkun Isaks á guðshugmyndinni fullgerð: Til varnar sjálfum
honum í lífinu, verður nýr veruleiki (um hann sjálfan) sannur. En hvað
með raunveruleikann? Getur trúin á guð gert reynslu hans af mótsögn
tilfinninganna að engu?
I hvörfunum fer lítið fyrir fjölskyldu Isaks og hafi konan og börnin
sótt á huga Isaks, eru þau nú í þokumistri þeirrar vanþekkingar sem
skáldið vill úr. En lesi einhver játningasöguna Þú sem ert d himnum -þú
ert hér sem sígildan vitnisburð um fórn, er fjarvera fjölskyldunnar
mögulegur vitnisburður þess hlutskiptis sem hér um ræðir, einskonar
áminning um cðli, vanda og þjáningu þeirrar mótsagnar sem Isak glímir
við. ísak vill, með öðrum orðum, trúa á möguleika sína til að elska, vit-
andi vits um vankunnáttu sína. Kierkegaard kallar þetta skilning á dýpi
leyndarmálsins; „at ogsaa i at elske et andet Menneske bör man være sig
selv nok“.20 I hvörfunum má einnig sjá hvernig ísak þráir sannleika og
20 Frygt og Bœven, bls. 42.