Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 234
228
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKlRNIR
merkingu í líf sitt, handan mótsagnarinnar. í ljósi þessa er ekki úr vegi að
spyrja: Getur Isak trúað á (og tjáð sig um) ást án ábyrgðar/fórnar? Getur
hann með góðu móti farið úr efanum, úr þessum heimi „hundrað þús-
und hugmynda um lífið og tilveruna, ástina og dauðann, Guð og mann-
kynið“, yfir í heim einnar hugmyndar um einn guð, um sannan veru-
leika, um hamingju ætlaða einum?
Löngu áður en Isak leitar að guði, löngu áður en hann blaðar í bók
Sandy Brown og löngu áður en hann sér bókstaflega á eftir konu sinni
og börnum, glatar skynjun hans sakleysi sínu. Og það er synd sem hann
einn getur borgað fyrir. Þess vegna ratar Isak blint í augnablikið á undan
tilfinningu trúarinnar, þar sem hann öðlast ekki einasta reynslu af van-
kunnáttu í ástinni og hversu illa honum gengur að finna henni stað, held-
ur einnig vankunnáttu og tjaldlifnaði (innra heimilisleysi) hinna, sem er
hið sama og að skynja - í víðu samhengi - raunveru trúarþarfarinnar. Frá
fagurfræðilegu sjónarmiði er augnablikið harla gott, því um stund verður
ástin raunveruleg, eins og horft sé inn í leyndarmálið, inn í sár tilverunn-
ar: þjáninguna. Persóna í einni smásögu Samuel Becketts orðar það svo
að væri manneskjan bara þjáning, yrði líf hennar einfaldara.21
En ef marka má hugarfarsbreytinguna og þá reynslu sem nefnd er
þrá eftir guði og því að fullkomnast í snertingu og nálægð skaparans,
snýst þrá ísaks ekki síður um öðruvísi skynjun, nýrri og betri skynjun
sem hlýtur að vera saklaus af ást. Hvernig maður endurheimtir sakleysi
skynjunar sinnar er úrlausnarefni til handa fáránleikanum og getur þar af
ieiðandi ekki verið efniviður hugsunar. I hvörfunum má hins vegar sjá
hvernig ísak byrjar (og verður) að þrá öðruvísi raunveruleika til að geta
skynjað varanlega hamingju og ef spurt er um möguleika Isaks í mót-
sögn tilfinninga og hvort trúin geti breytt hlutskipti hans, er vert að taka
þessa tilraun alvarlega. Það er, með öðrum orðum, hér sem viðbrögð Is-
aks gegn vankunnáttu sinni í lífinu verða sýnileg.
Skömmu eftir hvörfin játar ísak eftirfarandi:
Eg þekki brennivínið, hassið, hugarflöktið, kynórana, þunglyndið og
fjölmarga aðra fylgifiska efans - og það friðleysi og þann skort á til-
gangi og raunveruleika sem þeir valda. Engin víma eða ímyndun get-
ur mögulega gefið þennan innri frið og von, þessa meðvitund og lífs-
kraft sem óvænt návist og snerting Skaparans hefur nú gefið mér. Sú
ímyndun sem er sannari og raunverulegri en hinn gamli, sundurtætti
og merkingardaufi hversdagsleiki, sú ímyndun sem er svo ólíkt
þrungnari af friði, viti og lífi en minn gamli raunveruleiki - hún er
ekki ímyndun, heldur veruleiki. Samanborið við Veruleikann, þetta
21 Samuel Beckett: „First Love“ í First Love and Other Stories. Grove Press.
New York 1974, bls. 19-20.