Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 235
SKÍRNIR
f MÓTSÖGN TILFINNINGA
229
svellandi samhengi lifandi merkingar og tilgangs, þá er hinn gamli
veruleiki hins vegar skyndilega orðinn eins og svefn, draumur -
ímyndun. (144)
Ást á efa er vesæl trygging fyrir hamingju og hér lýsir Isak kringumstæð-
um efans andspænis von um betra hlutskipti. Hér lýsir hann líka stökk-
inu úr „sundurtættum og merkingardaufum hversdagsleika" yfir í „innri
frið og von“, úr því sem hann kallar „skorti á tilgangi og raunveruleika“
yfir í „svellandi samhengi lifandi merkingar og tilgangs”. Veruleikinn, í
huga Isaks, er ekki lengur vettvangur þeirrar skynjunar sem rænir mann
voninni um varanlega hamingju. I stað hlutskiptis þar sem skynjun ísaks
er bundin því sem hann nefnir „fylgifiskar efans“, má sjá, eftir hvörfin,
nýja skynjun á nýjum veruleika. I stuttu máli skiptir Isak á sjálfum sér
(lífi sínu) „fyrir hvörf“ og sjálfum sér (lífi sínu) „eftir Krist“. Slík er til-
raunin.
En hvers vegna ætti ísak að þola við í flöktandi mörkum trúar og
fagurfræði og þrá heitar möguleika tjáningar um sammannlegt hlutskipti,
en griðastað í formi varanlegrar, persónulegrar hamingju? ísak er heldur
ekki fyrstur til að þreytast í viðvarandi vankunnáttu í lífinu og telja sér
trú um möguleika, handan mótsagnar tilfinninga. Hér er heldur ekki ef-
ast um þörf ísaks til að trúa. Sú hamingjudýrkun sem lesa má um í játn-
ingasögu Isaks er ekki aðeins sammannleg, heldur má skilja rætur hennar
í ljósi þeirrar angistar sem ísak lýsir vel, finni maður sig í h'fi handan til-
gangs og merkingar. Sú mynd sem Isak dregur upp af frelsisþrá sinni er
sömuleiðis skiljanleg og ekki minna þekkt. En er sjálf uppfylling ham-
ingjunnar möguleg? Er frelsið höndlanlegt? Taki maður tilraun ísaks
alvarlega, spyr maður um þessi atriði. Hversu ósnortin er annars „ný“
skynjun hans, þegar kemur að kviku málanna: lífinu?
I viðbrögðum sínum gagnvart vankunnáttu sinni í lífinu virðist ísak
sækja á þekkt mið í hugmyndasögunni, því þrátt fyrir yfirlýsta and-
styggð hans á hugmyndum, er hann þjakaður af slíkri tálbeitu sjálfur.
Túlkun guðshugmyndarinnar (hvort sem maður trúir á guð eða ekki) er
nefnilega túlkun á heimi „hundrað þúsund hugmynda“ og sú hugarfars-
breyting sem merkja má í hvörfunum, hvílir í djúpu plógfari kristinnar
menningar. I slíku hugarfari, eins og brotið hér að framan gefur til
kynna, eiga að vera tvö líf: Annað er eins og útbíað í synd lyginnar, með-
an hitt sýnist loga í sakleysi sannleikans. Brögðótt líkn og fágæt fegurð
þess fyrra; svefninn, draumurinn og ímyndunin, geta orðið endurvinnsl-
unni að bráð í hinu síðara og áður en hendi er veifað fyllir veruleikinn
með stórum staf út í myndina, stokkbólginn af sannleika.
Tolstoj er eitt þeirra skálda sem þolir við í flöktandi mörkum trúar
og fagurfræði og í bókinni Trú mín má finna kafla þar sem hann furðar
sig á þeirri kenningu um sannlcikann sem drottnar í kristni. Kenning
þessi virðist saklaus, segir Tolstoj, en hún býr engu að síður yfir áhrifa-