Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 236
230
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
mætti. Efni kenningarinnar er nefnilega hið sanna líf persónulegrar ham-
ingju, líf sem kallað er eilíft og án syndar. Þetta líf er aftur á móti hvergi
til og enginn kann á því skil, heldur Tolstoj áfram. En á meðan er lífið
sem blasir við, það eina sem við þekkjum, lífið sem við lifum og sem allt
mannkynið lifir og hefur lifað, kallað illum nöfnum, bara myndhverfing
þeirrar hamingju sem bíður okkar í hinu lífinu.22 Þetta lífsviðhorf er fóð-
ur tómhyggjunnar, en séu þau vísindi stunduð án hugsunar, getur maður
ruglast blygðunarlaust á lífinu og þeim sem lifa því. Og þótt Isak bíði
ekki eftir sæluríki handan lífsins, má greina áhrifamátt kenningarinnar í
hugarfarsbreytingunni.
Fyrir hvern er kveðið, ef skynjun manns sneiðir framhjá augnablik-
inu sem kemur á undan tilfinningu trúarinnar, þessu augnabliki í mót-
sögn tilfinninga þegar ástin, ábyrgðin og trúin geta ekki átt samleið,
þessu augnabliki þegar tilfinningalegur raunveruleiki manns er viður-
kenndur? Hverju eða hverjum játast ísak, þegar hann tjáir sig um sann-
leika varanlegrar hamingju?
Isak þráir sannleika og hamingju í líf sitt hér og nú. Hann vill, með
öðrum orðum, lifa góðu lífi. En ef veruleiki hans getur orðið nýr og
betri, í hverju felst þrá hans eftir persónulegri hamingju? I kristni getur
þrá manns eftir persónulegri hamingju snúist upp í barbarí, hafi trúin og
siðfræðin engan snertiflöt við tilfinningalegan raunveruleika manneskj-
unnar.23 Og sniðgangi játari þennan raunveruleika, getur játningaformið
orðið ímyndað skjól, einskonar griðastaður sem rúmar bara þörf einnar
manneskju fyrir persónulega hamingju og uppfyllingu hennar. Þráir ísak
veruleika af því tagi?
Til þess að skilja betur þá hugarfarsbreytingu sem ísak verður fyrir
og hvernig trúarþörf hans tekur á sig mynd hamingjudýrkunar og trúar á
endanlegan sannleika í fullkomnu frelsi, er hægt að skoða það samband
ástar, dauða og trúar sem greina má í játningasögunni. Fyrir hvörfin má
lesa um þáttaskil í lífi ísaks, atburð sem virðist setja mark sitt á skynjun
skáldsins og gera það í huganum móttækilegt fyrir persónulegu hjálp-
ræði. Þegar konan gengur með seinna barnið, leggst ísak fárveikur á spít-
ala. Hann er greindur með æxli, sem reynist síðan vera góðkynja. En það
er ekki læknir sem færir honum gleðitíðindin heldur guð (af síðum Nýja
Testamentisins) og á Landakotsspítala verður Isak Lasarus, sjúklingur-
inn sem Jesús sýnir áhuga: „Þessi sótt er ekki banvæn, heldur Guði til
dýrðar, að Guðs sonur vegsamist hennar vegna“ Qóh., 11.1-4). Ottinn
við dauðann og skelfingin frammi fyrir honum í lífinu geta því verið
22 Tolstoj: My Religion. Þýðandi Huntington Smith. Thomas Y. Crowell & Co.
New York 1895, bls. 118.
23 Peter Berkowitz: Nietzsche: The Ethics of an Immoralist. Harvard University
Press. Cambridge, Massachusetts og London 1995, bls. 108.