Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 239
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
233
að „til væru aðrir guðir með skrautlegri nöfn og afmarkaðri verksvið en
þú“ (25-26). En hverjir eru guðirnir í huga Isaks? Og finni Isak fleiri en
einn guð, hverjar eru þá þverstæðurnar? Isak nefnir Darwin og Freud,
Nietzsche, Marx og Sartre. I sameiningu bjóða þeir upp á
ótrúlegt úrval gleraugna sem maður gat mátað af vild, og birtu fjöl-
skrúðugustu heimsmyndir. Þannig mátti sjá að þú hést Dauður, að
menn voru andlaus dýr sem stjórnuðust af síngirni, að lífið var það
sem menn vildu að það væri og að í raun og veru stefndum við að því
að verða ofurmenni og guðir. (26)
Eins og fram hefur komið, er guð í huga Isaks persónugerður. Og ef
tilfinning hans fyrir guði svipar til þeirrar tilfinningar sem hann ber í
æsku, eru túlkanir manna á heiminum, á þessu sköpunarverki guðs, út-
úrdúrar. Eleimurinn, í huga Isaks, er í stuttu máli frágengin sköpun/túlk-
un og í honum renna þrjár uppsprettur: „lífið, öryggið og hlýjan". I játn-
ingasögunni má hins vegar sjá, hvernig ofangreind heimsmynd/tilfinning
fsaks hrynur til grunna og eftir langa, stranga og þjáningarfulla leit, byrj-
ar ísak að byggja hana upp að nýju, með trú. í þessu ljósi má skilja ofan-
greinda túlkun hans, hvernig hann ímyndar sér bókstaflegan dauða guðs,
hvernig menn eigi að vera sviptir andanum, hvernig tilraunir manns til að
taka ábyrgð í og á lífinu eru sagðar afrakstur ómeðvitaðra lasta, sem og
öll þau ævintýri sem ofin hafa verið í þverstæðum þess síðustu aldir. En
hvað er að játa í lífi sem er frjálst undan þverstæðum? Hvar er það líf?
Formáli játningasögunnar greinir frá vegvilltu mannkyni og þar legg-
ur ísak línurnar: Það var ljós en nú er myrkur, maðurinn var skapaður
en nú skapar hann. Það er komin nótt í alheiminum og vegvillt mann-
kynið ferst, leiti það ekki aftur í ljósgjafann. Síðan svarar ísak kallinu:
Litla ljós, þú mátt ekki deyja, þú mátt ekki slokkna! Sérðu nokk-
uð, sérðu enn? Sérðu ekki að það rökkvar? Það rökkvar um allan
hinn kringlótta heim ...
„Þetta máttu ekki segja! ÞETTA máttu ekki birta! - Ég skal leita,
ég skal lifna, ég skal, ég skal ... Eitthvað sem var? Sem við höfðum?
Sem börnin hafa? Hvað? Æ, hvað? HVAÐ?“
Sussu, sussu, litla ljós! Vertu ekki hrætt-vertu rólegt. Vertu stillt
og flöktu ekki. Kallaðu á það og það kemur. Vertu bjartsýnt og þá
sérðu það.
Sérðu ekkert? Líttu betur! Það er ekki hér, en er samt allt. Það er
lítið, en verður stórt. Eins og neisti verður glæring verður logi verður
sól - hábjartur dagur!
Litla ljós, ég segi þér satt: Eins og morgunstjarnan rennur upp í
hjarta þér. (17-18)