Skírnir - 01.04.1998, Síða 241
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
235
skilningi og þekkingu á kristnu hlutskipti. Páll Skúlason fjallar á einum
stað um eðli trúarreynslunnar og hvernig hún getur verið annars vegar
vettvangur ótal blekkinga og hins vegar eitthvað annað en sú trú á guð
sem hvílir á skilningi á orði hans. Niðurstaða gagnrýni Páls er sú „að
trúarreynsla sé á engan hátt undirstaða þekkingar eða skilnings á því
hvað það sé að vera kristinn".30 Slík er enda þverstæðan sem lesa má um í
játningasögunni og það er ekki síst í túlkun Isaks á fundi guðs og skáld-
skapar sem þessi þverstæða kemur skýrt í ljós.
Sumarið á undan hvörfunum bíður ísak eftir haustinu og Háskólan-
um, en á meðan skrifar hann smásagnasafn, glíma sem „beindi huganum
frá tilgangslausum, sjálfhverfum vangaveltum" (102). Sagan „Snæfells-
jökull í garðinum" verður skáldinu ekki bara hugleikin, heldur má túlka
hana sem áhrifaríka reynslu í sjálfsleit Isaks, atburð sem setur mark sitt á
skynjun skáldsins. Sagan greinir frá kvenpersónu sem vaknar einn morg-
uninn, lítur út um gluggann og sér Snæfellsjökul í garðinum. Hún reynir
að miðla þessari reynslu, en án árangurs og á meðan jökullinn umbyltir
lífi hennar sjálfrar, er heimurinn allur ósnortinn.
I raun er ísak í lífi sínu eins og konan þennan morgun: einn með
skynjun sinni. Játningar ísaks, bæði fyrir og eftir trúarreynsluna (hvörf-
in), eru líka ótvíræður vitnisburður þess. ísak reynir, með öðrum orðum,
þann veruleika einsemdar sem smásagan lýsir og þótt lífið tróni yfir til-
raunum skáldskapar í heimi reynslunnar, hefur skáldskapur löngum ver-
ið vettvangur þcirra tilfinninga sem á stundum bergmála við manns eig-
in. Slík er enn ein þverstæðan, bæði í lífinu og í skáldskap. Og þess vegna
gæti játningasaga ísaks komið einhverjum við.
En hvernig túlkar ísak þennan atburð? Hvernig túlkar hann, eftir
hvörfin, skáldskap?
[...] sagan sú var mín eigin ævisaga - reyndar ekki hin raunverulega
ævisaga; ekki sama gamla herbergið sem ég virtist eilíflega lokaður
inn í ásamt afganginum af mannkyninu; heldur ævisaga mín eins og
ég vildi að hún yrði og væri. Það var splunkunýja sagan um líf
þrungið gleði og tilgangi, um drauminn sem rætist, um lífsundrið
sanna og góða, um daginn þegar Veruleikinn vitjar mannsins í
myrkrinu. (102)
Og áfram:
Þessi saga lýsti einfaldlega vonum mínum um að einhvern tíma
myndi ég (og fólk yfirleitt) finna Tilgang Lífsins, finna til hvers
menn væru; finna Guð. Og þótt sagan virtist í fljótu bragði absúrd
eða undarleg á yfirborðinu, sá ég strax að innihald hennar var alls
30 Kirkjuritið, 44. árg., I. hefti (1978), bls. 50.