Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 242
236
BIRNA BJARNADÓTTIR
SKÍRNIR
ekkert frumlegt og ekki einu sinni nýstárlegt. Hér var aðeins um að
ræða gamla fagnaðarerindið - opinberun Nýja testamentis Biblíunn-
ar á elsku og nálægð Guðs - en sett fram á nýjan og ófullkominn hátt
með íslensku tákni fyrir íslenska lesendur; Snæfellsjökulinn dýrkaða.
Eg var nokkuð ánægður með söguna. Hún gekk upp, var einföld
og skýr, og ekki var verra að boðskapur hennar var jákvæður og
heiðraði það góða í lífinu; kærleikann, sannleikann, gleðina, Guð. Eg
vissi að ekki hafði þótt gáfulegt að minnast með jákvæðum hætti á
Guð í framsæknum skáldskap síðustu áratuga. Eg vissi að þótt ekki
væri nema fyrir það atriði, þá var þetta óvenjuleg saga. Og ég vissi að
sagan var sönn fyrir mér og það skipti mestu máli; ég hafði skrifað
hana með hjartanu. (105-106)
ísak túlkar smásögu sína um veruleika einsemdar í anda hins sígilda
fagnaðarerindis. Hann vill líka komast úr sinni „raunverulegu ævisögu" í
„splunkunýja“, í líf „þrungið gleði og tilgangi". I nýrri ævisögu segir
hann boðskap umræddrar smásögu vera jákvæðan, heiðra „það góða í
lífinu; kærleikann, sannleikann, gleðina og guð“. En hver er opinberun-
in? Er Snæfellsjökullinn dýrkaði, í huga íslenskra lesenda, séríslenskt
tákn fyrir guð? Getur verið að íslensk menning sé sannkallað friðland,
vilji skáld finna ást sinni/vankunnáttu stað í trássi við veruleika sinn (og
annarra)?
Á íslandi getur guð verið jökull, eitthvað sem fólk ýmist dýrkar
glórulaust eða valtar yfir. Hreiðri jöklar um sig í hugarfylgsnum fólks,
geta þeir líka gert það með einstökum hætti. Guðshugmyndin býr þó
yfir allt annarri náttúru. Er annars hægt, í skáldskap, að minnast á guð
með annað hvort jákvæðum eða neikvæðum hætti? Getur maður játað
vankunnáttu sína í lífinu, öðruvísi en að ströggla blint í augnablikinu
sem kemur á undan tilfinningu trúarinnar; í þessu augnabliki þar sem
trúin, ástin og ábyrgðin geta ekki átt samleið?
Kannski er hægt að standa andspænis þverstæðu tilvistarinnar,
furðulostin(n) yfir að vera ekki alein(n) svo hjálparþurfi, yfir að vera
ekki bara þjáning ástar. Það er eins og Sigfús Daðason yrki um þessa
furðu, í ljóð handa Rilke:
EKKERT var sjálfsagt: hlutir og dýr
áttu einnig vitund og eigið líf
varhugavert, og nóttin og landið
og vegurinn: ekkert var ódýrt.
Vegurinn - leitin um ókönnuð lönd
ókunnar nætur hluti og menn -
endalaus leit að hætti að lifa
óþrotleg bið og spurning.