Skírnir - 01.04.1998, Side 243
SKÍRNIR
í MÓTSÖGN TILFINNINGA
237
Og þó að við þykjumst lifa sem jurt
með jurt og segjum þverstæðum eytt
lýsir ei dæmi þitt lengra en við játum
lengra en við þorum að játa?31
í þeirri frásagnarhefð sem játningaformið hvílir í, er eins og maður
geti játað vankunnáttu sína í lífinu og skynjað um leið hversu fávís hin
börnin eru. Og standist maður freistingu griðastaðarins með því að vita
og viðurkenna að enginn er fær um að taka endanlega ábyrgð á ást sinni,
hlýtur sjónarhornið að vera þess sem þráir hið gagnstæða. Sjónarhornið
er stundum eignað guði, en er í raun manns eigið og það gerir manni
kleift að skynja þverstæðu tilverunnar. Skynjun af þessu tagi heitir að
bera virðingu fyrir mótsögn (tilfinningalegum raunveruleika) manneskj-
unnar og hafi einhver helgað sig henni í kristni, er það Jesús. Síðan hefur
borið á henni í flöktandi mörkum trúar og fagurfræði, meðal þeirra sem
endurtaka (núorðið) möguleika trúarinnar án trúar, hefð sem í kristni á
sér engan griðastað.32
Til þess að lenda ekki á flækingi og til þess að vita hvar ekki er lengur
hægt að elska, þarf ísak þá ekki að játa vankunnáttu sína í ástinni/lífinu
þar sem hún á við, þar sem hún á heima, í honum sjálfum? Þörfin fyrir
sannleika, sálarfrið og hamingju, hreiðrar eðlilega um sig í hugar-
fylgsnum hans. En það er eins og þessi þörf, sem verður þörf hans fyrir
fullskapað líf, komist í uppáhald og við blasir hyldýpi þverstæðunnar.
Fyrir skáld í vestrænni frásagnarhefð getur augnablikið verið banvænt í
örlæti sínu: Standist skáld ekki freistingu griðastaðarins, verður það fá-
ránleikanum að bráð og deyr öllu nema sjálfu sér. Veiti skáld hins vegar
freistingunni viðnám, sængar það að eilífu með vankunnáttu sinni í ást-
inni, til handa þeim sem furða sig á lífinu, en dáið óþoli sjálfs sín. A með-
an líður tilveran ekki sporlaust hjá, af og til rankar einn og einn þöngul-
haus úr rotinu og vakir nógu lengi til að fórna í kompaníi því sem enginn
getur átt.
31 Sigfús Daðason: „Rilke“ í Ljóð 1947-1951, Heimskringla. Reykjavík 1951, bls.
11-12.
32 Jacques Derrida: The Gift of Death, bls. 49. Það skal tekið fram að Derrida
minnist með fyrirvara á nokkur þekkt nöfn úr röðum heimspekinga og fyrir
utan tékkneska heimspekinginn Patocka (sem dó ekki fyrir svo löngu síðan)
nefnir hann Kant, Hegel, Kierkegaard og Heidegger, allt hugsuði sem með
ólíkum hætti endurtaka möguleika trúarinnar án trúar. Þessi listi á sér hins
vegar engin skýr mörk, eins og Derrida bendir á. Átök (dialectics) þeirrar fag-
urfræði sem trúin skapar er enda stærra ævintýri en svo, eins og lesa má um í
Frygt og Bæven.