Skírnir - 01.04.1998, Page 244
BALDUR HAFSTAÐ
Ólafur ferjumaður frá Seyru
Böðvar Guðmundsson Böðvar Guðmundsson
Híbýli vindanna Lífsins tré
Mál og menning 1995 Mál og menning 1996
vitneskja ÍSLENDINGA um aðdraganda vesturferða og líf landnemanna og
afkomenda þeirra í Vesturheimi hefur ekki verið almenn.1 Áhuginn virð-
ist ekki hafa verið brennandi og heimildir um efnið ekki beinlínis að-
gengilegar almenningi. Á síðustu tímum hefur orðið breyting þar á. I því
sambandi má benda á íslenska þýðingu Margrétar Björgvinsdóttur á
fátningum landnemadóttur eftir Lauru G. Salverson. Sú bók kom út fyrir
fjórum árum og vakti verðskuldaða athygli. Árið eftir birtist svo fyrri
hluti skáldverks Böðvars Guðmundssonar um vesturfarana og seinni
hlutinn ári síðar. Ekki þarf að orðlengja það að Híbýli vindanna og
Lífsins tré fengu fádæma góðar viðtökur, og fyrir þetta verk voru Böðvari
veitt Islensku bókmenntaverðlaunin árið 1996. Þessi rit og reyndar ýmis
fleiri, þar á meðal nýútkomið rit um Nýja-ísland eftir Guðjón Arngríms-
son, hafa gjörbreytt möguleikum okkar til að kynnast afar athyglisverð-
um kafla í sögu þjóðarinnar og er það gleðiefni.2 Því má svo bæta við að
framlagi Böðvars til þessa málaflokks er engan veginn lokið því von er á
útgáfu hans á bréfum sem fóru milli íslendinga vestan hafs og austan.
Sagnfræðileg kennileiti
í hinu mikla skáldverki, sem hér verður til umfjöllunar, segir Böðvar
Guðmundsson sögu einnar fjölskyldu. Ættfaðirinn, Ólafur fíólín, fer
tvisvar vestur um haf. Einn sona hans, Ólafur heiðarsveinn, dvelur um
kyrrt og eignast afkomendur á íslandi. Þrjú börn Ólafs fíólín ílendast
vestan hafs en aðeins einu þeirra, Málmfríði, verður barna auðið. Les-
andinn fylgir ættfólkinu beggja vegna Atlantsála nokkrar kynslóðir.
Þannig er Ólafur fíólín langafi sögumanns, íslenska stórsöngvarans Ólafs
Tryggvasonar; og jafnframt er hann langafi söngkonunnar Sieglinde
Futterknecht-La Bas frá Edmonton, en þessi frændsystkin standa saman
1 Ég þakka Kristjáni Eiríkssyni, Gísla Sigurðssyni, Róbert H. Haraldssyni og
Jóni Karli Helgasyni góðar ábendingar og athugasemdir.
2 Skylt er að geta um Vesturfaraskrá 1870-1914 eftir Júníus H. Kristinsson frá
árinu 1983, grundvallarrit um fólksflutninga frá Islandi til Vesturheims.
Skírnir, 172. ár (vor 1998)