Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 246
240
BALDUR HAFSTAÐ
SKÍRNIR
því að faðir hans ætlaði að meina þeim að eigast. Ólafur fæst við smíðar í
Winnipeg. Hann deyr á Gimli 1907. Heima á íslandi fer Ólafur heiðar-
sveinn á stefnumót við dóttur Elsabetar „fyrir sunnan fjárhúskofann"
(11:45) og gengur að eiga hana. Báðar konur Ólafs fíólín eru því lang-
ömmur sögumannsins. „Ættanna kynlega bland,“ segir Böðvar af öðru
tilefni (1:16), í anda Jóns Helgasonar frá Rauðsgili. Albróðir Ólafs heið-
arsveins, Jóhann, hafði orðið eftir í Nýja-íslandi þegar Ólafur fíólín fór
þaðan eftir dauða Sæunnar; í sögulok er viðburðaríkur æviferill hans
rakinn. Duffrín er undirmálsmaður en spjarar sig í vinnu á ýmsum stöð-
um og tekur þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann nýtur í ellinni afkom-
enda Málmfríðar systur sinnar. Hún missir son í lok styrjaldarinnar,
efnilegan tónlistarmann, sem spilað hafði á fíólín afa síns.
Jafnhliða ættarsögunni er brugðið upp skýrri mynd af sögulegum at-
burðum og aðstæðum sem snerta vesturfara á einn eða annan hátt; það
hentar frásagnarforminu því að viðtakandinn, Pat, er fákunnandi um
efnið í heild. Auðvelt er að fylgja tímatalinu allnákvæmlega, allt frá ári
Jörundar hundadagakonungs (1809). Ákveðnir atburðir í sögu Islend-
inga og vesturfara varða veginn: þjóðfundurinn í Reykjavík 1851, ferð
Dufferins lávarðar til íslands 1856, þjóðhátíðir árið 1874, bæði á Islandi
og meðal Vestmanna í Milwaukee í Bandaríkjunum, landnám í Nýja-Is-
landi 1875, lagning járnbrautar til Gimli og fyrsti Islendingadagurinn þar
1907, stofnun elliheimilisins Betel á Gimli 1915, heimsstyrjöldin fyrri
o.s.frv. Að lokum hafa Islendingar blandast öðrum þjóðarbrotum í Vest-
urheimi, Málmfríður breyst í Molly og Jens Duffrín í Uncle Jeens. Al-
þjóðleiki þeirra kristallast í nafni Sieglinde Futterknecht-La Bas. Ætt-
ingjarnir vestan hafs þekkjast ekki lengur.
Böðvar hefur í Tímariti Máls og menningar (4, 1997) gert grein fyrir
nokkrum sögulegum persónum sem í skáldsögunni birtast, sumar undir
réttum nöfnum en aðrar ekki. Þarna er um að ræða bæði nafnkunnar
persónur og minna þekktar. Þannig á Skaptason á Hnausum (1:89) sér
nafna í raunveruleikanum, Jósef Skaptason lækni á Hnausum í Húna-
þingi (1802-1875). Séra Jón Bjarnason í Winnipeg (1845-1914) birtist
okkur aftur á móti í verki Böðvars sem séra Bjarni Pálsson. Og séra Jan-
us J. Kristmann er fulltrúi skörunganna tveggja og frumherjanna í trúar-
og menningarlífi Islendinga í Vesturheimi, séra Páls Þorlákssonar
(1849-1882) og séra Friðriks J. Bergmann (1858-1918). Halldór Jónsson
úr Skagafirði, veitingamaður á Gimli, verður hjá Böðvari Jón Halldórs-
son eða John Scagefirth (11:132). Skáldið Stephan G. Stephansson kemur
fram undir réttu nafni þó að staðreyndum um hann sem aðra sé hnikað
til í þágu verksins. Aðalpersónur sögunnar eiga sér að nokkru fyrir-
myndir í ætt Böðvars.3 Þannig sækir Ólafur fíólín margt til langafa
3 Sjá grein Böðvars og bók Silju Aðalsteinsdóttur um Guðmund Böðvarsson á
Kirkjubóli í Hvítársíðu, Skáldið sem sólin kyssti, einkum bls. 13-24.