Skírnir - 01.04.1998, Page 248
242
BALDUR HAFSTAÐ
SKÍRNIR
íslenskum manni, séra Halldóri Briem, sem um tíma þjónaði söfnuðin-
um í Nýja-Islandi. Carol Taylor, sem Böðvar lætur giftast einum ís-
lensku landnemanna í Nýja-lslandi, á sér því að nokkru leyti raunveru-
lega fyrirmynd.
Loks má nefna að Böðvar lætur sögupersónur sínar eiga hugmyndina
að því að halda íslendingadag hátíðlegan á Gimli. Bindindisfrömuðirnir
Walther Christ og Jón Eyjólfsson fara með „treininu" frá Winnipeg til
Gimli og ræða bindindismál við „veitirinn“ John Scagefirth sem hafði
fengið leyfi til áfengissölu. Þeir lögðu til að á Gimli yrði efnt til „íslend-
ingafundar um áfengisvarnir" (11:134). Veitirinn grípur fyrri hluta hug-
myndarinnar á lofti en vill að sjálfsögðu ekkert af áfengisvörnum vita.
Upphaf kaflans um hátíðina sjálfa (11:136), þar sem í örstuttu máli er rifj-
að upp líf íslendinga í nýja landinu, er listilega vel gert eins og reyndar
allur sá kafli. Stephan G. flytur þarna sitt frægasta kvæði; skömmu síðar
ómar svanasöngur Olafs fíólín um vellina. Þá skiptir að sjálfsögðu engu
máli hvort Stephan G. hafi einmitt verið á Gimli þetta tiltekna almanaks-
ár og flutt þar umrætt kvæði.4
Verk Böðvars greinir frá hag íslenskrar þjóðar, bæði vestan hafs og
austan. Hæfileikar fólksins fá smátt og smátt að njóta sín. Austan hafsins
fylgjumst við með Ólafi heiðarsveini og fólki hans sem ekki býr í Seyru,
heldur Skjóli. Þangað berst orgel og síðar píanó af óvæntum ástæðum.
Tryggvi Ólafsson nýtur þess. Og í þessu skjóli rennur upp sjálfur Ólafur
Tryggvason, og það er varla tilviljun að hann skuli fæðast á ári frelsisins,
lýðveldisárinu 1944.
Þessi sögulega skáldsaga er því „sönn“ í vissum skilningi, enda finnst
lesandanum hann vera staddur í því andrúmslofti sem ríkti á þeim tíma
sem sagan greinir frá, hvort sem það er á íslandi eða í Vesturheimi.
Glögg þjóðlífslýsing fylgir persónunum á þvælingi þeirra. Hér má taka
frásögnina af því þegar Sæunn og Ólafur fíólín koma til messu á æsku-
slóðir Ólafs í Stóru-Tungu og heiðarsveinninn hýri er skírður
(1:102-107). Presturinn, séra Helgi, sem auðvitað ber ættarnafn (Thor-
kelsen), er orðinn einn af máttarstólpum sveitarinnar, strangur og
siðavandur. Kona hans, frú Jóhanna Skram, sem kenndi fólki að borða
kartöflur eins og mat (11:156), er orðlögð fyrir manngæsku. Systir Ólafs,
fátæka stúlkan sem varð skyndilega prestsfrú, hvílir í kirkjugarðinum
undir ómerktu leiði, en sóknarbörnin hafa reist og merkt mikinn stein á
leiði séra Jóns Grímssonar og fyrri konu hans. Sæunn má hlusta á niðr-
andi ummæli kirkjugesta um fátæklingana. Séra Helgi talar í predikun
sinni um letina, innblásinn af postillu Vídalíns:
4 Þess má geta til fróðleiks að Stephan G. flutti „Þó þú langförull legðir“(„Úr
Islendingadags ræðu“) fyrst á Islendingadegi í heimabyggð sinni í Markerville
í Alberta 2. ágúst 1904.