Skírnir - 01.04.1998, Síða 249
SKÍRNIR
ÓLAFUR FERJUMAÐUR FRÁ SEYRU
243
Fátækara fólk gaut skömmustulegt augum hvort á annað, skildi svo
sem sneiðina og þó svo að flestir þræluðu myrkranna á milli, þá er
alltaf hægt að finna hjá sér sök. Betra fólk bar höfuð hátt og leit
strangt á svip til þess verra. (1:105)
Persónur og leikendur
Böðvar skapar eftirminnilegar persónur. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að
nefna Ólaf fíólín. Ólafur sat að vísu ekki gneypur undir lestri prestsins
við umrætt tækifæri þótt ekki teldist hann til hinna betri. Hann var ekki
hár í lofti eða mikill að burðum. En það er citthvað sérstakt við hann
eins og strax má sjá. Hann er langyngstur systkina sinna; móðirin stend-
ur á fimmtugu þegar hann fæðist. Hann er skírður við kistu föður síns.
Af fyrirboðum og forspám, að hætti fornra sagna, verður þó fljótlega
ljóst að þarna fer lítill gæfumaður. Rómantík systur hans og fóstra, sem
vonir Ólafs bundust við, átti sér skjótan endi. Póstlúðurinn, hið óm-
sterka og rómantíska tákn, sem hljómar um sveitina meðan allt leikur í
lyndi, þagnar eftir dauða séra Jóns.
Ólafur fíólín er þessi hagleiks- og listamaður sem engan veginn fær
að njóta sín. Hann gerir við búshluti annarra, smíðar líkkistur og jafnvel
predikunarstól, spilar á fíólín á dansleikjum, veiðir silung á heiðum, ligg-
ur á grenjum og flytur menn yfir Jökulsá; „enginn minntist á borgun“
(1:77). Hlegið er að hugviti hans og það kallað leti. Hann er fyrirlitinn af
betri bændum þótt hann sé í raun og sannleika nauðsynlegur maður í
byggð sinni. „Sá eini atvinnuvegur sem bændur viðurkenna er búskapur"
(1:134). Hann smíðar predikunarstól í Reykjakirkju, en dæmigert má
telja að biskupinn skuli í þakkarávarpi við vígsluathöfnina nefna nöfn
allra annarra en hans. Þá er þó Vesturheimur betri. Þar er hlustað á Ólaf
og honum boðið sæti í hreppsnefnd.
Ólafur er þrjóskur, a.m.k. á baksvipinn. Slíkt hjálpar honum auðvit-
að ekki í samskiptum við þá sem eitthvað eiga undir sér á íslandi. En
hann reynist fjölskyldu sinni eins vel og búast má við; hann dreymir um
að börn hans megi njóta menntunar sem honum hlotnaðist ekki; og hann
þráir fram í andlátið að finna aftur „glataða soninn“. Sambandi þeirra
Sæunnar er lýst af næmleik. „Þau voru svo undarlega samrýnd og sam-
hent. Fólk sagði að það væri næstum eins og þeim þætti gaman að vera
út af fyrir sig“ (1:128). Átakanlegt er hvernig þeim er stíað sundur eftir
að þau koma að norðan, börnin tekin frá þeim og Jökulsáin látin skilja
þau að í heilt ár: frumleg aðferð Borgfirðinga til að koma í veg fyrir að
ómagar fjölgi sér. Síðar eru þau saman við veiðar á Þrískóaheiði þar sem
þau njóta frelsis í ófrelsinu, eru „kóngur og drottning í ríki sínu“ (1:128).
Framtíðardraumar Ólafs tengjast Sæunni og svo því að geta náð
börnunum til sín aftur, þeim sem urðu eftir á Islandi. Hann getur sætt