Skírnir - 01.04.1998, Síða 251
SKÍRNIR
ÓLAFUR FERJUMAÐUR FRÁ SEYRU
245
Þessi kona hafði aldrei lært að skrifa. En hún tók jafnan vel tali Ólafs
um menntun barnanna. Og vinur var hún manna og máileysingja og
minnti á fátæku ekkjuna úr biblíunni þegar hún gaf betlaranum allt
handbært fé sitt. Og eins og mörg íslensk kona í þjóðsögu og veruleik
hændi hún að sér vesala kú, Ljómalind, sem vissulega kunni að launa
gæskuna. - Ólafur var stundum „dálítið óðamála“ (1:318) þegar hann
ræddi framtíðardraumana við Sæunni. I návist Elsabetar, seinni konu
sinnar, er hann fámálli. Hugsjónin hefur dofnað með aldri og biturri
reynslu.
Elsabet er ekki gæfukona fremur en Sæunn. Reyndar er fortíð hennar
mun dapurlegri. Örvæntingin leiðir hana að bakka Jökulsár. Ólafur
heiðarsveinn, sonur Ólafs fíólín og síðar tengdasonur Elsabetar og stjúp-
sonur, forðar því að hún kasti sér í ána. Á vissan hátt verður það gæfa
hennar að lenda í tugthúsi. Þar lærir hún bæði saumaskap og söng. Önn-
ur gæfa hennar, einnig blendin að vísu, er að eignast barn sem hún má
hafa hjá sér, Jens Duffrín. I nýjum heimkynnum vestanhafs er vanmáttur
hennar átakanlegur sem fyrr, en einhverra hluta vegna tekst henni að
seiglast áfram, lifa fyrir son sinn og hylma yfir drykkjuskap hans. Hún
nýtur reyndar dyggrar vináttu og stuðnings stjúpdótturinnar, Málmfríð-
ar, sem er hjálpsemin í samfélagi Islendinga í Winnipeg holdi klædd.6
Ólafur fíólín reyndist Elsabetu líka vel. En það er táknrænt fyrir stöðu
hennar í hugskoti hans að hann skuli ekki líða út af hjá henni, heldur Sæ-
unni; í óráðinu síðustu stundirnar ræðir hann við sína fyrri konu um
Andey á Þrískóaheiði.
Duffrín, „umskiptingurinn", er í senn augasteinn móður sinnar og
baggi foreldra sinna. Fólskuverknaður - kallaður fram af örvæntingu
hins útskúfaða - veldur því að honum er komið fyrir meðal mennóníta.
Síðar fer lesandinn með honum langan veg um „Ríkin“; þar gegnir hann
hlutverki í „trúðleikahúsi" og „nýtur“ þar ferlegs útlits og undarlegrar
söngraddar. Með brottför Duffríns frá Winnipeg tekur sagan óvænta
stefnu. Við fjarlægjumst landnám og frumherjastarf íslenska þjóðar-
brotsins en kynnumst því lífi sem er að tjaldabaki í sirkus. Allmikil
breyting, og ekki laust við að maður haldi að nú ætli frásögnin að flæm-
ast út um víðan völl. En bæði þcssi þáttur í hinu rótlausa lífshlaupi
Duffríns og annað flandur hans fyllir þó á sinn hátt upp í vestur-íslensku
myndina.
I sirkusnum eru dvergvaxnar íslenskar tvíburasystur mikils ráðandi
og sýna meðal annars „tabló" með Duffrín. íslendingar eru orðnir
aðhlátursefni í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Allt snýst hér við. Hin
6 I Málmfríði eiga ættjarðarástin og heimþráin sinn besta fulltrúa; þessi þrá
brýst fram í tilfinningaþrungnum bréfum hennar til bróður síns, Ólafs heiðar-
sveins.