Skírnir - 01.04.1998, Page 252
246
BALDUR HAFSTAÐ
SKÍRNIR
stolta þjóð stendur uppi á palli og syngur söngva ættjarðar sinnar, „Bee,
bee oh blakan“ og „Nou if roustaf rounie“, af „undraverðu lagleysi“ og
verður í augum fólksins jafnvel enn fyrirlitlegri en eskimóar og indjánar
(11:206). Mátulegt á landann sem aldrei hefur verið laus við kynþáttafor-
dóma.
I þessum sirkus má segja að amerískt þjóðfélag birtist okkur í hnot-
skurn: öllu ægir saman, ólíkum þjóðum og kynþáttahatri, svikum og
prettum, „tvírödduðum blótsyrðaflaumi" (11:200) og illri meðferð á
skepnum; byssuskotum, blóði og svita. Þar eru menn jafnvel sviptir
nöfnum sínum. Duffrtn sem fær nafnið Quackqueer dreymir um að
eignast byssu til að geta skotið indjána: fóstrið hjá þeim miklu friðar-
sinnum mennónítum hefur ekki borið meiri árangur en það. í sirkusnum
hlýtur Duffrín sína manndómsvígslu. En um aðra uppskeru er ekki að
ræða. Hann „ríður röftum“ (11:251) til Winnipeg jafnörsnauður og hann
var þegar hann hélt þaðan fjórum árum áður. Líf hans allt einkennist af
svalli og þrældómi. Þrátt fyrir allt leggur þessi svarti sauður þó sinn skerf
til tónlistarinnar í ætt sinni, rétt eins og hálfbróðirinn og ævintýramað-
urinn Jóhann (sbr. 11:310) sem hafði orðið eftir í Nýja-íslandi. Jóhann er
sannkallaður leynigestur sögunnar. Lengst af fréttist ekkert af honum.
Arið 1912 berast loks fregnir til Winnipeg af ógæfusömum landa í Kali-
forníufylki (11:260). I sögulok sést að þar var um Jóhann að ræða.
I lýsingu sinni á Duffrín nær Böðvar sérlega vel að túlka líðan og til-
finningar þess sem verður útundan í mannlegu samfélagi, þess sem verð-
ur fyrir aðkasti af því að hann er öðruvísi en hinir en á sér þó sínar djúpu
tilfinningar og manngæsku sem litlu börnin kunna að meta.
Sterk heild og rœtur í hefðinni
Þegar verk Böðvars er metið er nauðsynlegt að líta á það sem eina heild.
Einhverjir gagnrýnendur munu hafa farið flatt á því að fjalla um það í
tvennu lagi. Þá sjá þeir ekki þann heildarsvip sem Böðvari hefur tekist að
ljá skáldsögu sinni. Þannig er ófrelsið, sem persónurnar búa við, tákngert
í tugthúsvist foreldra Ólafs í fyrra bindinu og sambærilegri vist eigin-
konu hans og tcngdaföður í því síðara. Við erum minnt á það allt verkið
hve miklar hömlur fólki eru settar, einnig utan múra, þar sem fátækt og
óréttlæti ríkir og Jökulsá tálmar. Báðar eiginkonur Ólafs eiga dajarar
minningar um Jökulsá. En áin er einnig örlagavaldur að öðru leyti: Ólaf-
ur fíólín flytur mann norðan af Ströndum yfir Jökulsá, hinn tæriláta Pál
Pálsson sem þá er á leið til Vesturheims. Löngu síðar borgar hann ferju-
tollinn margfalt þegar hann skýtur skjólshúsi yfir Ólaf fíólín og Elsabetu
þar sem þau sitja vegalaus með Duffrín litla í New York. Einnig verður
Jökulsá völd að kynnum þeirra Ólafs fíólín og Elsabetar; og sú sama á
hindrar Jón Auðunsson á Snóki í að stöðva för sonar síns og Málmfríðar
til Vesturheims. Báðar eiginkonur Ólafs fíólín dveljast í Seyru fyrir vest-