Skírnir - 01.04.1998, Síða 253
SKÍRNIR
ÓLAFUR FERJUMAÐUR FRÁ SEYRU
247
urferð. Börn eru tekin frá báðum þessum langömmum sögumannsins. Þá
er greiðvikni Ólafs fíólín á íslandi tvívegis launuð í Vesturheimi (Páll
Pálsson og Dufferin lávarður).
Heiðin birtist okkur einnig í báðum hlutum sögunnar. Þeir Ólafarn-
ir, fíólín og hciðarsveinn, halda norður yfir heiði á uppvaxtarárum. Og
vatnasvæðinu mikla í Manitoba, þar sem Islendingar njóta að lokum
frelsis, er líkt við heiðarvötnin heima þar sem Ólafur fíólín átti sínar
bestu stundir: „Þar er allt þakið í vötnum" (1:260). - Ólafur fíólín eignast
síðasta barn sitt fimmtugur rétt eins og móðir hans, og þessi afkvæmi
móta verkið, hvort með sínum hætti. Dvöl við leiði ástvinar er upphafið
að andlátsstríði mæðginanna beggja. Fyrst og fremst er það þó fíólínið
sem tengir allt verkið og getur svo af sér orgelið í Skjóli. Tveir Ólafar
strjúka um strengi fíólínsins, og sá þriðji, Ólafur Tryggvason, linnir ekki
látum fyrr en hann hefur haft uppi á því.
Hljóð og tónar eru hreyfiaflið í öllu verkinu. I Brekkukotsannál Lax-
ness er hinn hreini tónn einhvers konar leiðarminni, en hjá Böðvari er
tónninn annar og fjölskrúðugri; maður skynjar raddir landsins og þjóð-
arinnar í þúsund ár: ýlfur Gísla forsöngvara (1:53) og gaul safnaðarins í
kirkjunni, himnesk hljóð blásturshörpunnar, taktslög tréskóa Jóskapers,
álftasönginn og gráthljóð lómsins á heiðinni, kveinstafi fálkans þegar
hann heggur rjúpuna í hjartað; minninguna um tóna meistarans Ole Bull
sem yljaði Ólafi fíólín marga kalda nótt; tvísöng Ólafs og Páls Pálssonar
heima í Seyru er þeir „kvintstungu í bróðerni þangað til stjarnan var
komin langt vestur um vökumörk" (1:137). Síðar berst kvinturinn úr
fíólíni Ólafs að hlustum Páls Pálssonar í amerískri stórborg. „Hreinni
hljómur er ekki til en góður kvintur," segir Páll skömmu síðar (11:65).
Dætur hans, sem ganga í enskan skóla, hafa aldrei heyrt önnur eins
ósköp og þennan samhljóm íslenskrar þjóðarsálar. Óskaplegri er þó
söngur Duffríns litla sem leiðir til þess að hann verður næstum dreng að
bana í örvæntingu sinni. Sagan endar svo eins og fyrr er sagt á alþjóðleg-
um samhljómi þessa ættfólks sem á rætur úti á Islandi. „Tónlistargáfan
kemur ekki frá neinu sérstöku landi. Hún er gjöf sem mannkyni var gef-
in í árdaga“ (11:309).7
Það er skemmtilegt þjóðsagnaívaf í verki Böðvars og tengist söknuði
fólks (sbr. selakonuna), draumum, fyrirboðum (stundum í formi skugga-
legs veðurs, sbr. 1:65), bábilju og þrám. Vísað er til sagna og þjóðkvæða,
oft með eftirminnilegum hætti. Sæunn stendur við Jökulsá og óskar sér
að geta flogið burt frá allri eymdinni: „Grágæsamóðir, ljáðu mér vængi“
7 Úr því minnst var á Brekkukotsannál: Á Páll Pálsson, sem alltaf var tandur-
hreinn, hvaða verk sem hann vann (11:58), sér kannski örlitla fyrirmynd í
eftirlitsmanninum í Brekkukotsannál, snyrtimenninu sem fékk köllun og
hreinsaði óyndislega staði?