Skírnir - 01.04.1998, Side 254
248
BALDUR HAFSTAÐ
SKÍRNIR
(1:110). Og „stóra tröllið“, ógnvaldurinn úr æsku Ólafs, eltir hann til
æviloka: „Fátæktin var einfaldlega svo stórt tröll að Guð réð ekki við
hana“ (1:107). Á öðrum stöðum er eins og lesandann gruni þekkta sögn
bak við línurnar, sögn sem eykur frásögunni kraft. „Já, það er fagurt á
fjöllum á sumrin,“ segir í Híbýlum vindanna (129) þegar rætt hefur verið
um dvöl Sæunnar og Ólafs fíólín á heiðinni. Þessi orð eru endurómur af
orðum Höllu, konu Fjalla-Eyvindar, og sveipa því líf þeirra Ólafs og Sæ-
unnar sérstakri þjóðsagna- og öræfabirtu.8
Frásagnarmátinn sjálfur er einnig oft í anda þjóðsagna, hraður og
skýr. Böðvar er fyrirtaks sögumaður, tungutakið kraftmikið og auðugt
og kímni blandið þar sem lýst er samskiptum fólks og siðum og venjum
horfins tíma. Hann lagar reyndar stílinn nokkuð að aðstæðum. Þegar
Ólafur Tryggvason beinir máli sínu til Pat sérstaklega verður orðaforð-
inn nútímalegri en ella (sbr. orðin „tjáskiptasamband“ og „með ólíkind-
um“; seinna orðasambandið ofnotað), en þegar hann fjarlægist Pat og
nútímann breytist orðaforði og stíll:
Þegar þeir höfðu glímt sig heita og uppgefna fóru þeir á sprekamó og
tíndu saman dálítinn köst af tágum, Einar dró fram eldfærin og sló
neista í tundur, þeir skáru vænan urriða í stykki og tróðu honum
niður í pottgréluna [...] (1:62)
Og í Vesturheimi er lesandinn látinn finna fyrir því málfari sem tíðkaðist
meðal íslensku innflytjendanna („járnvegurinn fyrir treinið“ 1:258), ekki
síst í máli Walthers Christ safnaðarformanns í Winnipeg: „Ja, lítið yrði
úr uppeldi barnanna ef þú gerðir aldrei að hitta þau eða bíta“ (11:89).
Sendibréfin hafa svo sinn stíl, sem miðast við tíma og bréfritara hverju
sinni og einkennist af ómþýðu alþýðumáli liðins tíma:
Nú fer ég að hætta þessu pári, elsku bróðir minn, fyrirgefðu hvað
það er fréttafátt og heimskulegt. Auðunn og börnin biðja hjartanlega
að heilsa ykkur öllum og það gjörir einnig hún Elsabet. Ég bið góðan
Guð að gæta þín, elsku bróðir minn, og ykkar allra, og ég er þín syst-
ir meðan lifi. (11:232)
Böðvar vísar einnig í önnur hugstæð verk, beint og óbeint. Nafnið á
Gimli tengir hann hinni fornu goðafræði og lyftir þannig landnáminu
vestra á goðfræðilegt stig. „Völuspá“ og „Hávamál" svífa yfir vötnum í
verkinu og styðja við hinn goðmagnaða blæ kringum Gimli.9 Og hund-
8 Sjá Þjódsögur Jóns Árnasonar IV (1956), 401.
9 Augljós er hliðstæða ferðar Islendinga til Nýja-Islands við för gyðinga til fyr-
irheitna landsins, sbr. nafn leiðtoga Islendinga (Móses) og gullnu töflurnar
sem hann að vísu fann ekki (1:262)!