Skírnir - 01.04.1998, Page 255
SKÍRNIR
ÓLAFUR FERJUMAÐUR FRÁ SEYRU
249
urinn Kerberos, sem ber nafn hunds úr ríki Hadesar, er einhvers konar
fyrirboði erfiðra tíma.
Stephan G. Stephansson er Böðvari þó efst í huga.10 Við upphaf
verksins lítur sögumaðurinn yfir æviskeið Klettafjallaskáldsins, erfiðis-
mannsins,
sem listagyðjan valdi sér að vin og hann hét tryggð of ævidaga. I stað
þess að gefa honum auð og völd rændi hún hann ró og svefni. En
hann afneitaði henni aldrei, og fyrir vikið leiddi hún hann með sér
örfá andartök svo ódauðleikinn og eilífðin lýstu eins og leiftur yfir
dauðadæmdri hérvist mannslíkamans svo hann sá yfir fjöll og höf, sá
híbýli vindanna og lífsins tré. (1:19)
Böðvar vísar þannig óbeint til orða Stephans G. úr kvæðinu „Sættin":
- Það koma stundum þær stundir
stopular, því er svo farið,
þegar eitt augnablik opnast
útsýni, launkofi, smuga.
Orlögin blasa við augljós
eldingum leiftrandi huga.
Einnig má í orðunum hér að ofan heyra enduróm kvæða á borð við „Af-
mælisgjöfina" sem er nokkurs konar uppgjör Stephans við skáldgyðjuna;
hún segir við hann:
Þú helgaðir stritinu hraustleik og dag,
mér hríðar og nótt og þreytu.
I tilvitnuðum orðum sögumanns er að vissu leyti fólginn kjarninn í verki
Böðvars: maðurinn tekst á við listamanninn í sjálfum sér og leitar jafn-
vægis við þær aðstæður sem náttúra og samfélag bjóða. Hann á sér von
um að höndla í svip leyndardóminn mikla,* 11 en jafnframt má hann búast
við að lífsstormurinn þjóti um greinar hans og sveigi á ýmsan veg, kljúfi
jafnvel sjálfan stofninn.12
Þegar hinu óvænta ævintýri æsku Ólafs er lokið, árunum „sem hann átti
gott“ (1:79),13 og útséð um skólagönguna vaknar með lesandanum
10 Sbr. t.d. 1:42, 44 og 171.
11 Sbr. t.d. „lífsins tré“ í fyrstu Mósebók 2:9.
12 Sbr. nafngiftirnar á hinum tveimur hlutum seinna bindis. - Titillinn Híbýli
vindanna á eitthvað skylt við „vindheim víðan“ í 61. erindi „Völuspár".
13 Hér má minna á vísuhelming Stephans G. úr „Heimferðar-árinu“: „en árið
sem ég átti gott / er mér lengst í minni.“