Skírnir - 01.04.1998, Side 256
250
BALDUR HAFSTAÐ
SKÍRNIR
minning frá æsku Klettafjallaskáldsins. Ólafur fylgist með ferðum fólks
suður yfir heiði: „Þar voru einnig nokkrir ungir menn sem hvorki voru
að fara til róðra eða koma úr sumarvist, það sást á svip þeirra, stoltum,
örlítið yfirlætislegum, að þeir voru á leið suður til að hneigja latneskar
sagnir" (1:77). Ekki er fjölyrt um líðan Ólafs við þetta tækifæril4 en vel
rná hugsa sér að sögumaður ætli lesandanum að rifja upp kafla úr æsku-
minningum Stephans G.:
í Víðimýrarseli langaði mig mjög að ganga á skóla. T.d. eitt haust var
ég úti staddur í rosaveðri. Sá 3 menn ríða upp Vatnsskarð frá Arnar-
stapa. Vissi, að voru skólapiltar á suðurleið, þar á meðal Indriði Ein-
arsson, kunningi minn og sveitungi, sitt fyrsta ár til skóla. Mig greip
raun, ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út í þúfur, lagðist niður í laut.15
Hinn hálfi skjöldur mánans, sem Stephan G. nefnir í kvæðinu „Við
verkalok“ frá 1883, var í greinum trjánna í Milwaukee; þar er ungur
maður, Stefán Guðmundsson, nýbúinn að mæla fyrir minni þúsund ára
búsetu á Islandi, sjálfur kominn til Vesturheims fyrir einu ári (1:212).
Þegar svo Stephan G. kemur inn í hina eiginlegu atburðarás og þeir
takast í hendur á Gimli, Ólafur fíólín og hann, skáldið og tónlistarmað-
urinn, er komið að hápunkti verksins: Fundur þeirra og handtak innsigl-
ar ákveðna sátt landnemanna við lífið þennan fyrsta íslendingadag á hin-
um goðmagnaða stað árið 1907; nokkrum dögum síðar er Ólafur allur.
Híbýli vindanna og Lífsins tré eru mikil örlagasaga og sérlega fræð-
andi, skrifuð af innsæi í mannlegar tilfinningar. Frásagnargleðin er leiftr-
andi, orðaforðinn safaríkur, húmorinn kaldhamraður og háðið beitt.
Stundum hefði Böðvar að vísu mátt vanda sig betur í málfari og fram-
setningu. En heildaráhrifin af lestri þessa verks eru mikil og sterk. I raun
réttri er sagan eitt ævintýri. Leið ættfólksins (eða eigum við að segja ætt-
flokksins?) er vissulega þyrnum stráð, og margar fórnir þarf að færa;
jafnvel „töfradýrið“ fellur fyrir byssukúlu. Fyrri kynslóðir „alheimta ei
daglaun að kvöldum“, og ríki „kóngsins“ og „drottningarinnar" (1:128)
er án konungshallar og hirðar. En að lokum finnst „töfragripurinn“, rétt
eins og sagan á bak við hann, þökk sé söngvaranum góða.
14 Maður saknar stundum hins dempaða tóns, sem er yfir þessari lýsingu, eink-
um þegar Ólafur Tryggvason beinir orðum til dóttur sinnar sérstaklega. Hann
er óþarflega upptekinn af sjálfum sér og málglaður (eins og hann viðurkennir
sjálfur, 11:314), og ólíkur föður sínum og afa sem ekki voru margorðir um líf
sitt og starf (sbr. 11:305). Yfirdrifna væntumþykju hans í garð Pat má sennilega
að nokkru skýra með vondri samvisku hans yfir því hve lítið hann sinnti
henni í bernsku. Hann er í ákveðinni patt-stöðu gagnvart henni eins og títt er
um foreldra.
15 Bréf og ritgerðir Stephans G. IV:93.