Skírnir - 01.04.1998, Síða 257
FREGNIR AF BÓKUM
Uppsalakulten och Adam av Bremen. Ritstjóri Anders Hultgárd. Bok-
förlaget Nya Doxa. Uppsala 1997. 223 bls.
í bókinni eru sex ritgerðir um trúarbrögð, fornleifafræði, trúboð og
kirkjusögu sem allar reyna að varpa nýju ljósi á síðasta vígi norrænnar
trúar á Norðurlöndum, helgidóminn í Gömlu Uppsölum. Fátt rithcim-
ilda er við að styðjast, en þó er einstæð og dýrrnæt lýsing á fornri guðs-
dýrkun í Uppsölum í hinu mikla riti Adams af Brimum um sögu
erkistiftis Hamborgar og Brima. Verk Adams er ritað um 1075 og í kafl-
anum um Uppsali styðst hann við frásagnir sjónarvotta sem þangað
höfðu lagt leið sína ári fyrr, en þá stóð forn guðsdýrkun þar enn í fullum
blóma. Kristnitaka varð ekki á þessum slóðum fyrr en um 1100. Gömlu
Uppsalir héldu þó einnig trúarlegu forustuhlutverki um skeið eftir að
kristni komst á, því að þar var erkibiskupssetur Svíþjóðar frá því laust
fyrir miðja tólftu öld og fram undir 1300. Var löngum talið að fyrsta
dómkirkjan á staðnum hefði verið reist á rústum heiðins hofs.
Fyrsta ritgerðin í bókinni er eftir ritstjórann, Anders Hultgárd, pró-
fessor í trúarbragðafræðum við Háskólann í Uppsölum. Hún heitir „Frá
sjónarvottalýsingum til málskrúðs". Tekur höfundur þar til sérstakrar
rannsóknar heimildargildi frásagnar Adams af Brimum með hliðsjón af
þeim breytingum sem hann rökstyður að óhjákvæmilega hafi orðið á frá-
sögnum sjónarvottanna á leið þeirra í bók Adams. I meðförum lærðra
manna og við þýðingu á latínu hafi einfaldar frásagnir atvika lagað sig
eftir fastmótuðu málskrúði ríkjandi rithefðar í bókmenntaverkum mið-
alda. í ljósi þessa metur Hultgárd síðan frásögn Adams af Brimum um
blót í Uppsölum og ber hana saman við vitnisburð fornleifa og aðrar frá-
sagnir af blótum í Norður-Evrópu. Er meginniðurstaða hans sú, að
Adam af Brimum hafi haft óljósa hugmynd um blótin í Uppsölum og sá
hlutur sem hann ætlar mannfórnum sé stórlega yfirdrifinn. Rannsókn
Hultgárds er um marga hluti hin ágætasta. Greining hans á texta Adams
er ítarleg og samanburður við aðrar heimildir, bæði fornminjar og rit-
heimildir, er nákvæmur og vandaður svo langt sem hann nær. Islenskur
lesandi hlýtur þó að sakna þess hve Hultgárd sniðgengur íslenskar rit-
heimildir í samanburðarrannsókn sinni. Þar hefði þó að mínu viti verið
að finna traustustu og haldbestu samanburðardæmin til að varpa ljósi á
blótin í Uppsölum, ekki hvað síst mannfórnirnar.
í næstu ritgerð bókarinnar, „Um blótveislur í fornnorrænum
trúarbrögðum“ eftir Franjois-Xavier Dillmann prófessor við Sorbonne-
háskóla í París, er íslenskum ritheimildum á hinn bóginn sýndur verðug-
ur sómi og á þann hátt að þær standa sterkari eftir en áður. Dillmann
tekur til gagnrýninnar rannsóknar heimildargildi frásagnar Snorra
Sturlusonar í Hákonar sögu góða um blótveisluna á Hlöðum. Þau rit
sem hann tekur til sérstakrar meðferðar er annars vegar rit Klaus Dúwels
Das Opferfest von Lade frá 1985 og hins vegar frásögn Adams af Brim-
Skírnir, 172. ár (vor 1998)