Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 258
252
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
um um Uppsalablótin. Díiwel hafði í riti sínu hafnað því að Snorri
byggði á norrænum arfsögnum um blótið á Hlöðum, en taldi að hann
styddist við frásögn Gamla testamentisins og sumpart væri um uppspuna
að ræða. Blótfrásögnin í Hákonar sögu góða gæti því ekki lengur talist
trúverðug heimild. Dillmann ræðir gagnrýni Dúwels á frásögn Snorra lið
fyrir lið. Með tilvísun í Ottar Gronvik hafnar hann þeirri túlkun á vísu
Kormáks Ögmundarsonar að vés valdur, sem haft er um Sigurð Hlaða-
jarl, þýði hermaður. Það merki þess í stað umsjónarmaður helgidóms.
Hann tekur síðan mörg dæmi af blótveislum sem sagt er frá í íslenskum
og norrænum ritheimildum, frásögn Landnámabókar af Þóroddi hof-
goða frá Mæri og frásögn Gísla sögu Súrssonar af haustblóti Þorgríms
Freysgoða. Þá rekur hann nokkur dæmi um fornleifarannsóknir sem
styðja blótfrásagnir ritheimildanna. Er þar um að ræða rannsóknir sem
gerðar hafa verið á Mæri og í Skedemosse, en einnig vitnar hann til Ad-
olfs Friðrikssonar um rannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit.
Þá setur Dillmann fram nýja túlkun nokkurra setninga í frásögn Ad-
ams af Brimum um Uppsalablótin. Hann bendir á að þýðing úr latínu
hafi ekki verið nógu nákvæm til þessa, því að þar sem þýtt hafi verið fórn
sé réttara að þýða drykkjarfórn. Sá texti sem um ræðir hljóðar sam-
kvæmt skýringu hans þannig á íslensku:
Ef farsóttir eða hallæri er yfirvofandi, bera menn fram drykkjarfórn
til Þórs, ef ófriður er í aðsigi, til Óðins, en sé brúðkaup í vændum, til
Freys.
Dillmann bendir réttilega á að samkvæmt þessari túlkun sé frásögn Ad-
ams af Brimum um Uppsalablótin nákvæm hliðstæða við þann helgisið
sem Snorri lýsir í blótveislunum á Mæri og Hlöðum. Snorri hafi því ekki
aðeins skilið vísu Kormáks Ögmundarsonar réttum skilningi, heldur
einnig haft gamlar og gildar norrænar arfsagnir við að styðjast er hann
lýsti þlótveislum í Þrándheimi.
Umsögn minni um Uppsalablótin og Adam af Brimum er þröngur
stakkur skorinn í þessu Skírnishefti. Því get ég aðeins tæpt á efni fjögurra
síðustu ritgerðanna sem þó ættu vissulega frekari umfjöllun skilið. Britt-
Mari Násström trúarbragðafræðingur við Háskólann í Gautaborg á rit-
gerðina ,,Stungin[n], hengd[ur], drekkt", þar sem hún ber heimildir um
forna fórnarsiði á Norðurlöndum saman við heimildir sunnar úr álfunni.
Með hliðsjón af fornleifarannsóknum bendir þessi samanburður til þess
að greina megi ákveðnar breytingar á fórnarsiðum Norðurlandamanna á
öldunum fyrir kristnitöku. Rannsóknin varpar þannig nýju ljósi á ýmsar
frásagnir norrænna heimilda. Anne-Sofie Gráslund fornleifafræðingur
við Háskólann í Uppsölum nefnir sína ritgerð „Uppsalir Adams - og
fornleifafræðinnar“. I ljósi nýjustu rannsókna fornleifafræðinnar telur
hún að hafna verði hinni hefðbundnu mynd af Uppsalahofi sem talið var