Skírnir - 01.04.1998, Side 259
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
253
hafa staðið þar sem kirkjan er nú. Hins vegar greinir hún frá því að
norðan núverandi kirkju hafi fundist leifar mikils skála frá áttundu eða
níundu öld þar sem blótveislur hafi að öllum líkindum verið haldnar.
Annar skáli yngri eða frá víkingatíma hefur hugsanlega staðið þar sem
kirkjan er nú. Adam frá Brimum gæti hafa haft spurnir af þeim skála.
Tvær síðustu ritgerðirnar fjalla um trúboð og kirkjusögu. Carl F.
Hallencreutz trúarbragðafræðingur við Uppsalaháskóla skrifar um
„Trúboðsáróður og trúarbragðatúlkun“ og Henrik Janson kirkjusögu-
fræðingur birtir kafla úr doktorsritgerð undir yfirskriftinni „Adam af
Brimum, Gregorius VII og Uppsalahofið". Ritgerðir tveggja síðast-
nefndu höfundanna færa efni bókarinnar nær samtímanum og í heild
gefur þetta rit um Adam frá Brimum og Uppsalablótin glögga og grein-
argóða mynd af ákveðnum þætti trúarbragða á Norðurlöndum frá því
sögur hófust og fram á daga kristinnar kirkju.
Jón Hnefill Aðalsteinsson
Maríukver. Sögur og kvæði af beilagri guðsmóður frá fyrri tíð. Ásdís Eg-
ilsdóttir, Gunnar Harðarson, Svanhildur Oskarsdóttir sáu um útgáfuna.
Hið íslenzka bókmenntafélag. Reykjavík 1996. IL + 188 bls.
íslenskar trúarbókmenntir frá síðmiðöldum eru stórmerkileg heimild
um hugmyndaheim okkar og menningarsögu, en auk þess er þar að finna
marga perluna. Fátt eitt af þessum bókmenntum hefur verið fáanlegt í
útgáfum sem þægilegar eru fyrir almenna lesendur, en mestur hluti
þeirra ýmist eingöngu prentaður í löngu ófáanlegum fræðilegum útgáf-
um eða geymdur í handritasöfnum. Ánægjulegt er að Hið íslenzka bók-
menntafélag hefur byrjað myndarlegt átak til að bæta úr þessu. Fyrir
nokkrum árum kom Islensk hómilíubók út í fallegri almenningsútgáfu,
og nú hefur þetta Maríukver bæst við í sama búningi, prýtt listrænni
kápumynd eftir Jón Reykdal. Hér er birt önnur af tveimur gerðum Mar-
íu sögu, Maríujarteinir, Transitus Marie, sem er um framför hennar af
þessum heimi, og hómilíur um Maríu. I lok bókarinnar er svo úrval úr
Maríukvæðum, en nokkrir tugir slíkra kvæða eru prentaðir stafrétt eftir
handritum í útgáfu Jóns Helgasonar, Islenzkum miðaldakvæðum. Text-
arnir eru hér prentaðir með nútímastafsetningu, eins og sjálfsagt er, og
hefur verið farið eftir bestu fáanlegum útgáfum og textinn borinn saman
við handrit og lagfærður þegar sérstök ástæða hefur verið til.
Sá sem ekki þekkir til kynni að halda að textar þessir væru heldur
torlæsilegir og fráhrindandi, svo fornir sem þeir eru og fjarri trúlitlum
nútíma, en því fer fjarri. Maríudýrkunin var alþýðleg, og frásagnir og
kvæði sem henni voru helguð bera því vitni að þau eru ætluð til lestrar
eða söngs fyrir alþýðu manna. Hugmyndaheimurinn er einfaldur og