Skírnir - 01.04.1998, Blaðsíða 261
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Sjálfsmyndir af manneskjunni
Samrœða við Kristínu Gunnlaugsdóttur
og verk hennar
I
„Varðar mest til allra orða, undirstaða sé réttleg fundin.“ Sigurður Nor-
dal benti einhvern tíma á að orðið undirstaða í þessum ljóðlínum Lilju
væri ekki notað í sömu merkingu í nútímanum og það hafði á tímum
Eysteins munks. Eldri merkingu orðsins væri þó enn að finna í enskri
tungu en það væri orðið understanding eða skilningur.
Þeir sem hefja myndlistarnám nú á dögum læra svokallaðar undir-
stöðugreinar myndlista. Þessar greinar eru tvívíð og þrívíð formfræði,
litafræði, myndbygging, fjarvíddar- og hlutateikning, anatómía og efnis-
fræði ýmiskonar. Hugmyndin er að nemandinn greini myndheim nátt-
úrunnar eða efnisheimsins, að hann nái tökum á þeim frumformum sem
öll önnur form byggjast uppaf, ásamt birtu eða lit, ljósi og skuggum. Hér
er unnið í anda vísindahyggju nútímans, sem á rætur að rekja til
Aristótelesar, þar sem þekkingaröflun byggist á því að búa til sértæka
mynd af einstökum fyrirbærum, sýna kjarna þeirra og flokka í kvíar. Slík
aðferð í myndlist fékk hljómgrunn í frum-endurreisninni og leiddi til
natúralisma upplýsingarinnar. Hana má tengja umfjöllun miðaldaheim-
spekingsins heilags Tómas frá Akvínó um þá sem ekki geta hugsað urn
neitt háleitara en líkamann, þ.e.a.s. kunna ekki annað en líffærafræðina
(anatómíu).
En það má einnig nálgast myndlistarsöguna með eldri merkingu
orðsins undirstaða í huga. Svo virðist, þegar rakið er til rótanna, að við-
fangsefni allra góðra lista sé leitin að sannleikanum því þar búi fegurðin.
Platón er meðal áhrifaríkustu málsvara þessa viðhorfs en hann gerði, sem
kunnugt er, takmarkaðan greinarmun á sannleika og fegurð. I hellis-
myndlíkingu hans er sannleikurinn handan hins sýnilega. Fyrirbærin í
efnisheiminum eru einungis skuggi hins eilífa heims frummyndanna, þær
einar búa yfir hinni sönnu tilvist. Sjónskynið er dregið í efa en á grund-
velli eðlislægrar þekkingar á frummyndunum á maðurinn kost á að nálg-
ast sannleikann og fegurðina í gegnum skuggamyndir efnisheimsins. I
kristilegri túlkunarhefð er þessum sannleika stundum líkt við glugga sem
opnast annað hvort út eða inn, „guð í alheimsgeimi, guð í sjálfum þér“ -
hann tengist upplifun eða andlegri vakningu.
Þróun kristinna helgimynda er samofin þessari hugmynd um hand-
anveru hins guðdómlega sannleika. I gyðingdómi var ekki leyft að gerð-
ar væru myndir af Guði sem manni, slíkt var guðlast. Helgidómurinn er
sýndur með ornamenti eða skreytilist - óendanlegum samhverfum spegl-
Skírnir, 172. ár (vor 1998)