Skírnir - 01.04.1998, Qupperneq 264
258
GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON
SKÍRNIR
gat, eitthvað sem tengist hinu æðsta í okkur sjálfum, upphafið án þess að
vera kalt og líflaust, umfram allt það sem hvetur fólk til að tengjast inn á
himinblámann í sjálfu sér
Ef við víkjum að myndinni af gömlu spekingunum sem er á kápu
vorheftis Skírnis og tölum fyrst um hana tœknilega. Hún er máluð á
hringskorið tré...
„... eggtempera á tré. Hringurinn er alheimurinn og þessi fullkom-
lega hreini blái litur er fulltrúi hans, hinn algildi sannleikur og litur and-
legrar tengingar. Og liturinn er svo viðkvæmur að minnsta subbulega
snerting setur óafmáanlegan blett. Táknrænt, ekki satt? I mínum huga er
þetta litur fullkominnar andlegrar tengingar."
En ekki hara fyrir þig heldur líka í hefðbundinni helgimyndlist.
„Já, en ég hugsa ekki þannig. Eg vel þennan bláa lit vegna þess að ég
skil hann svona. Ég leita aftur fyrir myndlistarsöguna og spyr: Afhverju
hefur þessi litur orðið svona, fengið þetta tákngildi? Ef ég upplifi að
þetta sé raunverulega svona fyrir mér, er þetta eitthvað sem er hreinlega
satt. Þarna er maður að kasta frá sér tækni, öllu því sem manni hefur ver-
ið innprentað og hugsar sjálfstætt og af einlægni. Mig langar alltaf að
komast að kjarnanum í hverju máli, skafa utan af þras og ytra form og
sjá það sem raunverulega er. Verkin fjalla um þessa leit eða rannsókn.
Svo segir fólk að listamenn séu uppi í skýjunum! Maður er bara að skoða
heiminn og vill sjá hann eins og hann er eða alla vega eins náið og maður
hefur þol til. Og þor.“
Myndgrunnurinn er þessi hringlaga djúpblái himinn sem þú skynjar
sem sannleika - svo koma innan frá miðju að forgrunni tvxr raðir af
fólki andspænis hvor annarri. I forgrunni eru persónurnar nálægar en þær
hverfa svo inn í óendanleikann, hvarfpunktinn í miðjunni. Þetta eru
annars vegar karlmenn og hins vegar konur. Allir eru hvíthærðir, karl-
menn eru síðhærðir og skeggjaðir. Allir eru klxddir hvítu líni, það sést í
fætur stundum, hendur stundum ...
„Já, við getum sagt að allir séu í hvítum serkjum en þannig er þetta í
rauninni klæðalaust fólk. Upprunalega ætlaði ég bara að gera öldunga,
hvíthærða öldunga inni í eilífðinni sem eru allir að fylgjast með mér og
þeir eru allir að fylgjast með þér. Þeir fylgjast með þeim sem horfa á
myndina. Það var náttúrulega ómögulegt að endurtaka það sama aftur og
aftur þannig að það fæddist margs konar fólk, á öllum aldri en allir sam-
taka í þessari hvítu visku. Þetta fólk er einhvern veginn fulltrúar eilífðar-
innar, endurtekningarinnar, endurfæðinganna, margar hliðar sömu
manneskju, fólkið í neðanjarðarlestunum. Mér finnst þetta viturt fólk,
kannski misviturt, en það veit eitthvað meira en ég og það horfir út og til
mín, eins og það vilji segja mér eitthvað. I þessu býr von og tilhlökkun.
Býr eitthvað að baki því hvernig þú gerir líkamann? Öldungarnir
eru ekki ...
„ ... anatómískt réttir?"