Skírnir - 01.04.1998, Page 265
SKÍRNIR
SJÁLFSMYNDIR AF MANNESKJUNNI
259
... eins og á íkonum, hálsinn er langur, augun ... og svo framvegis.
„Þetta er skylt íkonagrafíunni. Hins vegar get ég ekki horft fram hjá
því að alla mína ævi virðist ég hafa teiknað í þessum anda, alveg frá því
að ég var barn og ég hvorki get né hef áhuga á að breyta því. Eftir að ég
kynnist íkonagrafíunni kemur þetta enn betur fram - hún er svo hrein og
skýr. Innst inni finnst mér þetta tengjast einhverri göfugri mynd af
manninum. Andlega sé ég hana svona - manneskjuna. Auðvitað má segja
að langar kynlausar fígúrur virki andlegri. Eg er að koma úr tímabili
núna þar sem ég hafði mikla þörf fyrir að hafa manneskjuna ótrúlega
langa og kynlausa, alltaf nakta. Þetta fór oft fyrir brjóstið á fólki, ekki
síst karlmönnum sem sárnaði að sjá kollega sína axlarýra, með rúsínu-
tippi og að einhver vafi væri á kynferði þeirra. En ég var og er bara að
fást við manneskjuna og útkoman varð svona tvíkynja eða ermafródítar.
Bíddu við, það er bœgt aðfást við manninn á margan hátt... .
„Ég er að fást við manneskjuna ...“
...ytri mann, innri mann?
„ ... tilfinningalega, cn algerlega óháð því hvers kyns hún er. Á tíma-
bili málaði ég mjög mikið nakta, unga stráka sem voru í rauninni eins og
konur. Núna er komið meira raunsæi og breidd í aldurshópinn. Annars
ber ég vissa virðingu fyrir þessu tímabili þar sem ég var alltaf að mála
kynlausa kallinn, alltaf einn að berjast eða tveir, annar var þá sjálfsmynd
af hinum eða önnur hlið hans. Þetta voru mjög sterkar sjálfsmyndir, full-
ar af einmanakennd, ótta við það vera til einhvern veginn og svo þörfin
fyrir Guð. Manneskjan er ein í öllum þessum verkum, stendur ein eða í
sverðaslag við aðra sem er nákvæmlega eins og hún sjálf. - Þessi eina
manneskja er ég og í leiðinni allir aðrir, því að ég held að það sem ég hef
fundið í sjálfri mér sé þrátt fyrir allt ekki svo rosalega einstakt. Þannig er
ég að gera sjálfsmyndir af manneskjunni. Ég var bara hreinskilin, án þess
að vera þess meðvituð, að leyfa karlmanninum í sjálfri mér að koma
svona fram og sýna fram á nauðsyn þess að fólk finni fyrir báðum ele-
mentunum í sjálfu sér, hætti þessari aðgreiningu endalaust og alla daga.
Þessar bláu myndir sem ég er að vinna við núna tengjast ekki síst minni
eigin reynslu. Þegar maður glímir við eigin trú og andleg tengsl sín og al-
mættisins liggur beint við að fara í bláa litinn, hefja sig upp af jörðinni og
beint upp í stjörnugeiminn. Þar liggur mín tenging - losa mig við allt
efni, sleppa öllu. Þetta eru miklar vangaveltur, síðustu myndirnar sem ég
hef unnið eru af Maríu mey, með barnið og myndir af gömlum nunnum.
Þær eru í rökréttu framhaldi af því sem ég er að ganga í gegnum. Þegar
þannig er liggur beint við að leita í blátt og styrkja tenginguna uppá við,
læra að sleppa."
Nú er öldungaráð þekkt í mörgum gömlum samfélögum?
„Þetta er mjög ríkt í mér. Öldungaráð er í mínum huga viskan. Hvert
sæki ég viskuna? I mér eldri og reyndari menn.“
Er ákveðin tala í röðinni?