Skírnir - 01.04.1998, Page 266
260
GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON
SKÍRNIR
„Þeir eru þrjátíu og þrír, en það er algjör tilviljun. Ég málaði fólk
bara lengra og lengra inn í eilífðina, þar til ég gat ekki meir.“
A bláum eða gylltum grunni? Aður var allt rautt!
„Já, síðustu sýningar mínar hafa verið rauðar, hárauðar, bæði á Kjar-
valstöðum og á Listasafninu á Akureyri. Enda varð öllum heitt inni á
sýningunum. Ég leitaði dyrum og dyngjum að þeim rauðasta lit sem til
var.“
Svo kemur hlé þar semþú leggur niður vinnu í marga mánuði. Þegar
þú byrjar aftur er allt orðið blátt og þessi mynd sem prýðir heftið erfyrsta
myndin eftirþetta hlé...
„Rauði liturinn ... þetta er dálítið merkilegt vegna þess að fyrir mér
stendur rauði liturinn fyrir tilfinningar, eldinn, hitann og ákafann. Þetta
er liturinn sem einkenndi óöryggistímabilið, þegar ég er að mála mjög
litlar myndir, pínulitlar, af einni manneskju, þessum rindlum sem ég var
að lýsa áðan. Inni á milli koma svona glefsur þar sem er meiri tenging
upp á við, upp í andann, myndirnar verða stærri og verurnar breiðari yfir
brjóstkassann. En það sem sameinaði þetta rauða tímabil er, hvað skal
segja, lestur á mínum eigin tilfinningum. Núna, þegar ég geri allt blátt, er
andlega hliðin fyrirferðarmest, lestur á minni eigin andlegu hlið.“
Og þú ert jafnframt farin að mála öldunga, viskuna. Er þá viskan
komin yfirþessar tilfinningar?
„Nei, því miður, bara þörfin fyrir hana. En það má segja að ég hafi
kannað vissa hlið þessara tilfinninga, þá hlið sem snýr að einverunni, ein-
semdinni, óttanum og óörygginu. Þetta er dökkt tímabil, þegar maður
málar svona. Ég var einmitt að hugsa um það að ég var sjúk í gull á þessu
„rauða" tímabili. Ég hafði þörf fyrir sólina, þörf fyrir guð.“
Hvers vegna er guðleg birta stundum sýnd sem gull og stundum blá?
„Ennþá dýpra og fyrir ofan þetta er guð náttúrulega í öllum litum.
Fyrir mér er svo eðlilegt að horfa upp í sólina og blindast - hann er þar.
Það er þessi birta sem þú getur ekki meðtekið, tenging gullsins og
birtunnar liggur svo beint við. Mér finnst blár vera svo andlegur litur því
að hann er himinninn. Fyrir mér táknar hann það að maður stendur ráð-
þrota niðri á jörðinni, með hendur á mjöðmum og horfir upp. „Fleyrðu
Guð, hvað er þetta? Um hvað er þetta allt saman?“ Það er þessi tilfinn-
ing. Þá kemur þessi blámi og hverjir eru þarna uppi? Hvaða öldungaráð
býr þarna uppi. Þú ert að leita eftir svörum með því að mæna upp í
stjörnubjarta nóttina. Þú ert að leita svara og þú vonast eftir því að fá
svar, að einhver geti veitt þér svar sem er vitrari en þú.“
III
Fyrir um áratug var ég við nám í Kanada. Ég hafði verið sendur í
starfskynningu á teiknistofu. Þar rakst ég á eftirfarandi texta, límdan inn-
an á skáphurð. Ég hef ekki rekist á þennan texta annars staðar, hvorki