Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 26
272
VIÐAR HREINSSON
SKÍRNIR
útum gluggann í dagsbirtu. Hann vill finna sér náttstað í stórgrýti uppá
bergbrún og leggjast þar að sofa með plast yfir sér, ásamt fáeinum brauð-
sneiðum, á dimmri nótt, barinn hreggi. (Reginfjöll að haustnóttum: 8-9)
I formálanum túlkar Laxness ritverk Kjartans og ljær þeim
nýja merkingu í menningarumræðu nútímans; skynjun Kjartans
vekur spurningar um veruleikaskyn okkar, hvort sófastykkin séu
ekki í raun staðfesting á veruleikafirringu, þeirri smættandi hlut-
gervingu sem fangar inntak í altæka mynd og útilokar fjölbreytni
veruleikans og fjölkynngi merkingarinnar. Málverkin tjá „óveru-
leika sýnarinnar“ vegna þess að yfirsýn þeirra er einungis ytra
borð, það þarf að ganga inn í hana, skynja nándina, þreifa á stein-
unum og moldinni, lúta nær jörðu. Laxness er að lýsa bernskri
einingu skynjunar og tjáningar. Málið er heilt og sjálfu sér nægt,
eins langt frá firrtu stofnanamáli og hugsanlegt er. Þegar Kjartan
lýsir fylgjunum eða reynslu sinni af því að ganga einn um auðnir
hinnar stórbrotnu hásléttu, með jökulsköflum, draugalegum
klettadröngum, gróðurleysi, þá er ekkert dregið undan og engu
ofaukið, hvort sem það er þessa heims eða annars. Lítum á eina af
fylgjusögum Kjartans:
Sunnudagsmorguninn nítjánda apríl árið 1964 klukkan um níu, var ég
staddur í fjárhúsi mínu (Hólhúsi) og var að „sópa að“, kominn suður í
miðjan garðann; heyrði ég þá allt í einu hóað úti fyrir, það var ekki hátt
en frekar skært líkt og það hefði komið úr kvenmannsbarka. Hálfpartinn
heyrðist mér þó hljóð þetta koma sunnan úr heytóftinni. Þegar ég kom
heim spurði ég Finnbjörgu hvort hún hefði nokkuð verið að hóa eða
kalla en hún þverneitaði því; um aðra gat ekki verið að ræða sem hefðu
getað gefið frá sér hóið, síst af öllu svo nærri húsinu, og enginn heldur
fjær, því sauðfé allt var inni hér á bæjunum, og hestar ekki neins staðar
hér nærri. Síðla þennan dag kom Daníel Guðmundsson á Helgastöðum,
tafði hann um stund. (Reginfjöll að kaustnóttum\ 53)
Hér er öllu lýst sem einföldu og sjálfsögðu, í skilmerkilegum
skorðum skrásetjarans, tímasetningar og staðsetningar, sem leiða
til hinnar einu hugsanlegu niðurstöðu.
Drjúgur hluti af bókinni er ferðasögur, af leiðöngrum Kjart-
ans upp á Nýjabæjarfjall, hrikalegan fjallgarð milli Eyjafjarðar-
og Skagafjarðardala. „Gengið um Nýjabæjarfjall" hefst með skil-