Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 203
SKÍRNISMÁL
Landið, þjóðin, tungan
- og fræðin
Frœði og stjórnmál
Á si'ðum SKÍrnis og víðar hefur farið fram umræða um íslenskt
þjóðerni og því verið haldið fram að grundvöllur þjóðríkisins sé
brostinn.1 Og grunsemdir hafa vaknað um að á ferðinni sé það
sem kalla mætti samsæri fræðimanna og stjórnmálamanna.2 Þjóð-
ir, sem lengi hafa verið aðskildar með nokkuð ströngum landa-
mærum, vinna nú náið saman í Evrópubandalaginu og meira frelsi
ríkir í viðskiptum milli landa en áður var. Þessu aukna frelsi fylgir
þörf fyrir endurskilgreiningu á fullveldi þjóða, og stjórnmála-
menn taka því með velþóknun að fræðimenn veita þessari hugsýn
fræðilega réttlætingu. Hér á landi, þar sem þjóðernishyggja hefur
verið landlæg um aldir,3 hafa hugmyndir um yfirvofandi hrun
þjóðríkisins valdið nokkrum úlfaþyt, sem eðlilegt má teljast.
Mörgum mun þykja nóg komið af þjóðernisumræðu, og að
það sé að bera í bakkafullan læk að bæta þar nokkru við. En þar
sem málefni íslenskrar tungu tengjast þjóðernisumræðunni þykir
mér ástæða til að leggja orð í belg. Hin viðtekna skoðun hefur
verið að tungan og menningin sé kjarni íslensks þjóðernis, en nú
heyrast raddir sem segja að, að svo miklu leyti sem þjóðernisvit-
und sé vakandi með þjóðinni, þá vegi þar aðrir þættir þyngra, svo
sem ást á landinu og náttúru þess.4 Þótt menn geti lagt misjafnt
mat á vægi tungunnar í sjálfskennd þjóðar eins og Islendinga,
hygg ég að varla verði um það deilt að málpólitík sé og verði
veigamikill þáttur í stjórnmálum hér á landi, og raunar hvar sem
1 Sbr. ummæli Guðmundar Hálfdanarsonar í Vikublaðinu, 5. nóvember 1993,
sem Þórarinn Hjartarson hefur eftir honum í Skírni 173 (vor 1999), bis. 192.
2 Sbr. Þórarin Hjartarson: „Endurskoðuð endurskoðun. Bændastéttin og þjóð-
ernishyggja á tímum hnattvæðingar". Skírnir 173 (vor 1999), bls. 187-208.
3 Sbr. t.a.m Ragnheiði Kristjánsdóttur: „Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu". Saga
XXXIV (1996), bls. 131-75 og Gunnar Karlsson: „íslensk þjóðernisvitund á
óþjóðlegum öldum“. Skírnir 173 (vor 1999), bls. 141-78.
4 Sbr. viðtal við Guðmund Hálfdanarson í Morgunblaðinu, 22. september 1996.
Skímir, 173. ár (haust 1999)