Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 215
SKÍRNIR LANDIÐ, ÞJÓÐIN, TUNGAN - OG FRÆÐIN
461
þeim orðaforði sem nauðsynlegt er að taka inn í málið, eigi á ann-
að borð að fjalla um hlutina á íslensku. Þegar nýtt orð kemur inn
í málið getur það gerst þannig að það er tekið að láni úr öðru
máli. Hér er um að ræða tökuorð eins og t.a.m.prestur og biskup.
Onnur leið er að búa til nýtt orð á íslenskum grunni. Dæmi um
þetta eru orð eins og útvarp og sjónvarp um radio og television.
Enn önnur aðferð við að finna innlent orð um erlent hugtak er
það þegar gömlu orði er gefin ný merking, svo sem þegar orðið
skjdr, sem upphaflega merkir gluggi, er notað um sjónvarps- eða
tölvuskjá. Halldór Halldórsson talar um orð eins og útvarp sem
nýgerð orð, en um nýmerkingar þegar orðið skjár fær nýja merk-
ingu.10 Islensk hreintungustefna á meðal annars rætur að rekja til
þess að það er oft talinn betri kostur að smíða nýtt orð á grunni
orða og orðhluta sem fyrir eru í málinu, eða ljá gömlu orði nýja
merkingu, en að taka inn tökuorð. Eins og ég hef bent á á öðrum
stað er það oft beinlínis hentugra og auðveldara, þegar ný orð eru
tekin í málið, að smíða þau úr ínnlendum efniviði, heldur en taka
inn framandi orð, sem erfitt getur reynst að aðlaga íslensku beyg-
ingarkerfi, hljóðkerfi og rithætti.* 11 Það er ekki hlaupið að því að
aðlaga orð eins og jet lag að íslenskri beygingu og rithætti, en sá
vandi er úr sögunni ef notað er orð eins og flugþreyta.
Staða tungunnar og málstefnan
Ég hef nú lýst lauslega aðstæðunum sem hafa mótað hina íhalds-
sömu hreintungustefnu, sem verið hefur kjarninn í íslenskri
málstefnu á 19. og 20. öld. Eg hef bent á að hún er nátengd
stjórnmálasögunni, auk þess sem hún lýtur tilteknum félagslegum
lögmálum, sem ekki verða svo auðveldlega um flúin, né hjá kom-
ist að horfast í augu við. Við þetta bætist að það er að mörgu leyti
auðveldara að smíða nýtt orð með orðhlutum sem fyrir eru en að
laga erlend tökuorð að íslensku rit- og beygingakerfi. í ljósi at-
10 Halldór Halldórsson (ritstj.): Þœttir um íslenzkt mál eftir nokkra íslenzka
málfrœðinva. Alraenna bókafélagið. Reykjavík 1964, bls. 110-11.
11 Kristján Árnason: „Eru Islendingar að verða tvítyngdir?" Málfregnir 13
(1997), bls. 14-15.