Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 157
SKÍRNIR MERLÍNUSSPÁ OG VÖLUSPÁ í SÖGULEGU SAMHENGI 403
Víst er að kvæðunum var safnað á íslandi, það sannast einfaldlega af
Konungsbók, sem er þaðan, án þess að nokkurs staðar örli á minnstu
ábendingu til að Eddukvæðin hafi verið þekkt utan Islands, og í rauninni
eru þau í langtum meira samræmi við þann stíl og orðfæri sem nú tíðkast
en flestur annar kveðskapur. [Hvad der er vist, er, at digtene ere samlede
i Island, det bevises simpelthen af Codex Regius, som er kommen derfra,
uden at den ringeste antydning haves nogensteds om, at eddadigtene
vare kendte udenfor Island, og virkelig ere de i det hele taget langt mere
overensstemmende med den nu gængse stil og talebrug end de fleste
andre digtninger.]
Og enn segir hann:
Ekki er unnt að setja fram eina einustu röksemd fyrir því, að Sæmundar-
Edda, eins og hún er nú varðveitt, hafi orðið til utan Islands. [Der kan
ikke opstilles en eneste grund for, at Sæmundareddaen, sáledes som vi nu
have den, er bleven til udenfor Island.]47
Völuspá telur Benedikt vera íslenskt kvæði. Orðið „hvera-
lundur“ í kvæðinu vísi til íslands og minni á hvernig Jónas Hall-
grímsson orti um Loka í Gunnarshólma. Lýsing Völuspár á
mistilteini bendi til þess að höfundurinn hafi ekki þekkt þá jurt.
„Hveralundur“ gæti vísað til Suðurlands á Islandi þar sem væru
hverir og þar sem Sæmundur Sigfússon hafi búið á 11. og 12.
öld.48
Tilburði þýskra og skandinavískra fræðimanna til að eigna sér
forna íslenska texta og heimildir, sem voru Islendingum lifandi
arfleifð, leit Benedikt á sem tilraunir til að lítilsvirða Islendinga
og þjóðerni þeirra. Þjóðernisstefna Benedikts, sem hann gerir
glögga grein fyrir í Antiquarisk Tidsskrift, var auðvitað pólitísk
hugmyndafræði í ósviknum 19. aldar stíl. En hún var ekki aftur-
haldssöm, gráðug, innilokandi og ógnvekjandi eins og oft var hjá
sundruðum stórþjóðum í sameiningarbaráttu; hún var framsækin,
gjöful, opin og vingjarnleg á íslenska frjálslyndisvísu og hæfði
róttækum og eirðarlausum huga Benedikts.
Ritgerðir Benedikts um Eddukvæðin hafa verið sniðgengnar í
þýskum, norrænum og íslenskum Eddurannsóknum. Það er helst
47 Benedikt Gröndal (1864) 368 og 372. Sbr. Benedikt Gröndal (1894) 187.
48 Benedikt Gröndal (1864) 373 og 382-83. Sbr. Benedikt Gröndal (1894) 187.