Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 140
386
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
Þýðing Gunnlaugs fellur ekki að lausamálsþýðingunni á Breta
sögum. En ástæðan til þess að Merlínusspá er sleppt í öðrum
gerðum Breta sagna en í Hauksbók er líklega sú að efnið í tuttugu
fyrstu vísum Merlínusspár II er að hluta til hið sama og í
óbundnu máli sagnanna. Þessi afstaða efnisins sýnir að Historia
regum Britannie hefur að öllum líkindum ekki verið til í íslenskri
þýðingu þegar Gunnlaugur þýðir Merlínusspá. Þýðing Gunn-
laugs er þá væntanlega hin fyrsta úr Historia regum Britannie á
íslensku.
Áður var á það minnst að síðast sæi glöggt til sögulegra
atburða í Spádómum Merlínusar þar sem talið er fjallað um
drukknun Vilhjálms krónprins árið 1120. Þá hefur um fimmtung-
ur spádómanna verið rakinn (samsvarar Merlínusspá II, 52).21
Það merkir að allt það efni sem rakið er í Merlínusspá I, sem þýtt
er úr seinni hlutanum, svífur í lausu lofti án ljósra tengsla við
sögulega atburði. Vel má þó vera að Gunnlaugur Leifsson og
samtíðarmenn hans hafi kunnað betur en nútímamenn að leggja
út af ýmsum óljósum spádómum Merlínusar og heimfæra þá upp
á sögu og samtíma.
Meðferð örnefna í Merlínusspárkvæðunum er á margan hátt
athyglisverð. Sérstakur áhugi kemur fram í Merlínusspá I á
Vintonia, þ.e. Wincester á Englandi, sem nefnd er þrisvar í kvæð-
inu (I, 5, 16 og 18). I síðasta skiptið er nafnið tilfært af þýðandan-
um án þess að það sé nefnt í frumtexta. Vintonia er ekki nefnd í
Merlínusspá II.
Það enska örnefni sem oftast er nefnt í báðum kvæðum
Merlínusspár, er Lundúnir eða Lundúnaborg (I, 11, 20, 22 og 46;
II, 30, 34, 43, 78, 83 og 91). Sá staður hefur væntanlega verið tölu-
vert þekktur meðal manna á íslandi á 12. öld, eins og áin Tems
sem er nefnd þrisvar í kvæðunum (I, 20 og 47; II, 91). En önnur
örnefni á Englandi, sem nefnd eru í kvæðunum, hafa líklega verið
fáum kunn á Islandi, t.d. Knútsskógarborg (I, 9), Kolidonisskóg-
21 Prophetie Merlini 112 (12). Geta má þess til gamans að túlkun höfundar Hi-
storia Norwegiae á spádómunum virðist hér áþekk, sjá Monumenta Historica
Norvegiœ (1880) 91.