Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 92
338
RÓBERT H. HARALDSSON
SKÍRNIR
á forsíðu þess er spurt hvort guð sé dauður: „Árið 1882 lýsti
heimspekingurinn Friedrich Nietzsche, spámaður hins síðkristna
heims, yfir dauða guðs.“4
Það eru ekki síst sláandi efnisgreinar í bókunum Hin hýru vís-
indi (1882) og Svo mœlti Zaraþústra (1883-1885) sem hafa orðið
mönnum tilefni til að hengja á Nietzsche spámannstitilinn. I þess-
ari grein verða nokkrir af þeim stöðum þar sem Nietzsche ræðir
um dauða guðs skoðaðir. Athyglinni er beint sérstaklega að fram-
setningarmáta Nietzsches en einnig er spurt hvort skrif hans um
þessi efni eigi ennþá erindi til okkar, hvort í þeim felist krafa eða
ákall til nútímamanna. Fyrst er þó vert að skoða nánar það sem
kalla má hefðbundna túlkun á dauða guðs í verkum Nietzsches en
hún er mjög í sama anda og tilvitnanirnar hér að ofan.
Hina hefðbundnu túlkun má greina í nokkur stef og hliðarstef
sem gagnlegt er að rekja sundur og skoða hvert fyrir sig. Má þar
einkum nefna fimm atriði. Hið fyrsta varðar frumkvcebi
Nietzsches. Samkvæmt hinni hefðbundnu skoðun bjó Nietzsche
til „frasann", var a.m.k. fyrstur til að úrskurða guð dauðann.5
Annar þáttur snýr að framsetningarmátanum. Því er oft haldið
fram að Nietzsche lýsi yfir dauða guðs og geri það af offorsi, með
upphrópunum; honum sé kappsmál að koma því á framfæri að
guð sé dauður - að við lifum í guðlausum heimi.6 Þriðji þráður-
inn í hinni hefðbundnu túlkun lýtur að frumspekilegum skilningi
4 Karen Armstrong, „Where Has God Gone?“. Newsweek 12. júlí 1999, bls. 54.
5 Hér er af mörgu að taka og sumar tilvísanir eru nefndar síðar í þessari grein.
Af skrifum um listamenn, sjá t.d. bók Wieland Schmied um málarann Caspar
David Friedrich (Friedrich, New York: Harry N. Abrams, Inc., Publishers
1995, bls. 60). Rétt er að nefna að ýmsir af þeim sem eru hallir undir hina
hefðbundnu túlkun vita að Nietzsche er ekki höfundur setningarinnar og
myndu því ekki samþykkja þennan lið túlkunarinnar.
6 í nálega öllum greinum sem ég hef undir höndum um dauða guðs er sagt að
Nietzsche hafi lýst yfir dauða guðs. Þetta má e.t.v. einnig merkja af titli
þekktrar greinar Martins Heidegger, „Nietzsches Wort “Gott ist tot”“.
Holzwege, fjórða útgáfa (Frankfurt: Vittorio Klostermann, 1963). Ensk þýð-
ing í Martin Heidegger, The Question Concerning Technology and Other
Essays, þýð. William Lovitt (New York: Harper & Row, Publishers 1977).
Enskir þýðendur Heideggers herða mjög á þessum skilningi með því að nota
stundum „pronouncement" (t.d. bls. 57, 61) þar sem Heidegger notar „das
Wort“. Sjá einnig Robert A. Rethy, „Nietzsche: Das religiose Wesen“,