Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 136
382
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
Merlínusspá ber ytri einkenni sem stinga í stúf við latneska
frumtextann. I fyrsta lagi er spádómunum snúið í kvæði en lat-
neski frumtextinn er í óbundnu máli. I öðru lagi er spádómunum
snúið í tvö kvæði, síðari hlutanum í kvæðið sem sagt er eldra, þ.e.
Merlínusspá I, og fyrri hlutanum í yngra kvæðið, þ.e. Merlínus-
spá II (sbr. Merlínusspá II, 93 og 94).
I fyrra kvæðinu, Merlínusspá I, er mjög látið í það skína að
spádómarnir séu upphaflega fram settir í kvæði (I, 4: ljóðborg,
bragur; I, 51: kvað hinn fróði halur; I, 62: folkstafs fornt kvæði).
Þetta er þó ekki rétt, eins og fram er komið hér á undan. Bent
hefur verið á að latínutextinn sé settur fram á ljóðrænu og
mælskufræðilega öguðu máli að hætti kveðskapar Gamla testa-
mentisins.14 I tileinkunarformála Goðfreðs fyrir Prophetie Merl-
ini til Alexanders Lincolnsbiskups afsakar hann sig fyrir alþýð-
lega flaututóna sína í þýðingunni á spádómunum - þeir eiga að
vera þýddir úr bresku (velsku) - lærðari menn muni geta þóknast
vísum hlustum biskupsins betur með ljúfleika háleitari kvæða
{delectamentum sublimiores carmina). Formálinn er þannig í auð-
mjúkum mælskufræðilegum tóni en hér er ekki síður horft til
þess að höfundur hans líkir spádómunum við hljómlist og kveð-
skap. Það kunna að vera þessi tvö atriði, öguð framsetning spá-
dómanna í stíl Gamla testamentisins og þekking á tileinkunarfor-
mála Goðfreðs, sem valda því að Gunnlaugur þýðir Prophetie
Merlini í kvæðisform, Merlínusspá.
I síðara kvæðinu, Merlínusspá II, kveður við annan tón um
kvæðisform spádómanna. Þar kemur fram að þýðandi spá-
dómanna er að yrkja ljóð og hefur snúið sumu af orðum
Merlínusar í kvæði (II, 93: ljóð, kvæði). Þar virðist því ljóst að
spádómarnir eru ekki taldir vera í kvæðisformi upphaflega, eins
og látið er liggja að í Merlínusspá I. I Merlínusspá II eru menn
enn fremur beðnir að fyrtast eigi við (II, 94: alviz eigi) braginn,
þó að þýðandinn hafi snúið orðum spámannsins í kvæði (II, 94:
mynt [...] mál að hætti). Nærri liggur að beðist sé afsökunar á
kvæðisforminu. Skýring á því gæti verið að einhverjir áheyrendur
hafi þekkt spádómana á latínu. Fyrra kvæðið hafi hins vegar unn-
14 Tatlock (1950) 406-407.