Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 249
SKÍRNIR
SKERFUR TIL MENNIN GARSÖGU
495
viðfangsefna ítarlega um írska fræðimanninn Dicuil og rit hans Urn nuel-
ingu heimskringlunnar (skráð h.u.b. 825), sem styðst að nokkru leyti við
eldri fræðimenn, en frá hendi höfundar sjálfs er örstutt lýsing á eynni
Thíle eftir frásögn klerka sem höfðu dvalist þar og fræddu Dicuil um
eyna, svo sem þrjátíu árum áður en hann setti bókina saman. Enginn vafi
þykir leika á því að hér sé um ísland að ræða, enda segir í Landnámu
(SH l),2 sem styðst við rit eftir Beðu prest hinn fróða (d. 735), að Thíle
liggi sex daga siglingu í norður frá Bretlandi og einnig að Thíle sé Island.
Af umsögn hins írska höfundar má ráða að hingað hafi klerklærðir
landar hans komið seint á áttundu öld. Helgi ber frásögn Dicuils saman
við Islendingabók og kemst síðan að ákveðinni niðurstöðu: „Ari hefur
þekkt rit Dicuils" (bls. 99). Samkvæmt kenningu Helga eiga því hug-
myndir vorar um papa-þáttinn í forsögu landsins rætur að rekja til Ira,
en hann vísar á bug arfsögnum Ara af írskum bókum, bjöllum og bögl-
um. Vel þykir fara á því að írar skyldu launa forna gestrisni íslands, sem
lét papa njóta hér friðar og öryggis í umróti víkingaaldar, en bágt er til
hins að vita að Ara fróða láðist að þakka Dicuil fyrir fróðleikinn.3
I öndverðu brjósti bókar sinnar drepur Helgi á vestræna þætti í for-
sögu vorri og gerir þá grein fyrir þeim þjóðum sem byggðu Bret-
landseyjar í þann mund sem norrænir víkingar fóru að herja þar. Síðan
snýr Helgi sér að norrænum mönnum fyrir vestan haf, en þeir hófu sigl-
ingar þangað seint á áttundu öld, svo sem áttatíu árum áður en Ingólfur
Arnarson, fyrstur allra Norðmanna, gerðist Islendingur og hlaut ævar-
andi frægð fyrir bragðið. Helgi fjallar ótrauður um örlög þeirra Norð-
manna, og niðja þeirra fram eftir öldum, sem ílentust vestan hafs; með
slíku móti grillir í sérstakt mannlíf á Hjaltlandi, Orkneyjum, Katanesi,
Suðureyjum og Irlandi. I Suðureyjum og á Irlandi bjó norrænt fólk í
stoðrenni við kristni og keltneska menningu, enda fór svo að lokum að
heiðni og norræn tunga urðu að þoka fyrir þarlenskum siðum. Nú er
töluverður fróðleikur í skráðum heimildum vorum um norræna nýlend-
inga í landsuðri, niðja þeirra og keltneskra nábúa; drjúga vitneskju má
ráða af Orkneyinga sögu, Njálu, Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar og kon-
unga sögum; frásagnir Grettlu og Laxdxlu þykja tortryggilegri. Helgi
velur sér þá úrlausn að beita norrænum örnefnum og rúnaristum til
glöggvunar á lífsháttum Norðmanna fyrir vestan haf. Þar er víða nóg um
grjót til rúnaristu, og sýnir það rækt við norska þjóðhætti að slík list var
stunduð í keltnesku umhve'rfi.
Á öðrum vettvangi í riti Helga eru merkilegir kaflar sem varða hlut-
deild Kelta í íslenskri menningu. Með írskum og suðureyskum landnem-
2 Vitnað er til Landnámu í útgáfu Jakobs Benediktssonar. Islenzk fornrit 1
(Reykjavík 1968). S er Sturlubók og H Hauksbók; vísað er til kapítula.
3 Nýjasta útgáfan á riti Dicuils er Dicuili Liber de mensura orbis terrae. Utg.
J. J. Tierney (Dublin 1967).