Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 263
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Sneiðmyndir
Ragnhildar Stefánsdóttur
einhverjar EFTIRMINNILEGUSTU ímyndir íslenskrar myndlistar síðustu
misseri eru gifssteyptar og sundursneiddar konur Ragnhildar Stefáns-
dóttur myndhöggvara. Einhver kann að hafa séð dularfullar, hvítar verur
sem birtust innan um fatarekkana í verslun Sævars Karls í Bankastræti
sumarið 1998, þegar sýningin „Flögð og fögur skinn“ á Listahátíð stóð
sem hæst. Eða gengið fram á verkið „Skynjun", sem trónir nálægt fjör-
unni við enda Suðurgötu í Skerjafirðinum, eins og tótemsúla sem horfir
til hafs. Aðrir gætu hafa séð áhrifamikla sýningu Ragnhildar, „Form
skynjana", í Ásmundarsafni síðastliðið vor, en myndirnar í Skírni eru
einmitt af þeirri sýningu.
Ragnhildur sýnir okkur líkamann í því skyni að fjalla um það sem
verður ekki skynjað með berum augum. Og það sem Ragnhildur ætlar
sér að sýna með myndum sínum, en á sér ekkert áþreifanlegt form, er
það sem býr innra með okkur: skynjun, tilfinningar, líf. Maður stendur
sjálfan sig að því að segja í eins manns hljóði frammi fyrir þöglum gifs-
styttunum: „Eg veit alveg fullkomlega hvernig þessari styttu líður, hún
hefur alla mína samúð.“ Þó sýna myndirnar ekki beinlínis tilteknar til-
finningar eins og reiði, öfund, stolt, kvíða eða gleði. Það er miklu fremur
hvernig tiltekin geðshræring hreiðrar um sig í líkamanum, hvernig reiður
maður belgist út, eða hvernig stoltur maður verður höfðinu hærri, eða
hvernig glaður maður verður léttur, eða kvíðinn maður kiprast saman.
Tilfinningar taka á sig líkamlega mynd.
I verkinu „Tilfinningar" vex net af taugaendum út úr hrygglengju
konu sem drúpir höfði og hún ber tilfinninganetjuna eins og sjal sem
flæðir um axlirnar og niður á gólf. Hér er Ragnhildur ljóslega að sýna
hversu berskjölduð við erum og minna á að tilfinningar eru ekki eitthvað
sem við geymum inni í okkur, heldur erum við hjúpuð inn í viðkvæmt
tauganet, sem verður fyrir stöðugu áreiti.
í öðru verki á sýningunni í Ásmundarsafni, „Landslagi", dregur
Ragnhildur athyglina að þverstæðunni milli líkama holdsins og líkama
tilfinninganna. Þar raðar Ragnhildur innyflum á disk, eins og einhverjum
hálfhlægilegum og gróteskum gúmmíleikföngum. Það er erfitt að
ímynda sér hvernig þetta teygjanlega gums geti verið uppistaðan í til-
finningalífi mannskepnunnar. Líkaminn, eins og við skynjum hann, er
„líkami án líffæra", svo maður noti orðalag Gilles Deleuze, lifandi heild
sem er ekki sett saman úr sundurlausum pörtum.
Freistandi er að draga fram ákveðna hliðstæðu sem mér finnst vera
með verkum Ragnhildar og heimspeki fyrirbærafræðinnar og tilvistar-
stefnunnar varðandi þessa sýn á tengsl skynjunar og tilfinninga við
Skímir, 173. ár (haust 1999)