Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 81
SKÍRNIR
,HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND'
327
lendu fjármagni í stórum stíl. „Við teljum“, sagði Lúðvík Jósefs-
son fulltrúi Alþýðubandalagsins í álbræðslunefnd neðri deildar
Alþingis, „að það sé sjálfsagt að vinna að því, að landsmenn sjálfir
komi sér upp þeim stóriðjufyrirtækjum, sem með eðlilegum hætti
er hægt að rúma hér í íslenzku atvinnulífi [...]. En við erum alger-
lega andvígir því, að erlendir auðhringar fái aðstöðu til að koma
upp sinni stóriðju hér á Islandi."42 Undir þetta sjónarmið tók
Ingvar Gíslason, þingmaður Framsóknarflokks og samnefndar-
maður Lúðvíks, en hann sagði meðal annars: „almennt er það til
stórtjóns fyrir íslenzkt þjóðfélag, að erlent einkafjármagn ryðjist
inn í landið, hvort sem slíkt kann að vera öðrum þjóðum til gagns
eða ekki. Við höfum vonda reynslu af atvinnustarfsemi útlend-
inga, og við erum ófúsir að taka þá stefnu upp að nýju [...].“43
Mengunarvarnir og náttúruvernd voru aftur á móti ekki ofarlega í
hugum þingmanna um miðjan 7. áratuginn, enda var eitt helsta
umkvörtunarefni þingmanna Norðurlandskjördæmis eystra í
þessu máli að álver í nágrenni Reykjavíkur myndi slá virkjun
Dettifoss og uppbyggingu stóriðju þar í fjórðungi á frest.44
Arið 1997 var komið allt annað hljóð í strokkinn; nú minntist
varla nokkur þingmaður á að óeðlilegt væri að beina erlendri fjár-
festingu til Islands,45 þótt sumir drægju í efa að fyrirtækið sem
ætlaði að byggja verksmiðjuna væri skynsamlega valið. I þessum
umræðum voru umhverfismálin hins vegar komin í brennidepil,
og beindist gagnrýnin bæði að staðarvalinu og að stóriðju sem
42 Sama rit, d. 1640. Hugmyndir Lúðvíks voru algerlega í stíl við röksemdafærslu
Einars Olgeirssonar í langri grein í Rétti tæpum 20 árum áður, en þar mót-
mælti hann erlendri stóriðju á Islandi um leið og hann hvatti til stóriðjubylt-
ingar undir forystu íslenskrar alþýðu; „íslenzk stóriðja í þjónustu þjóðarinnar.
Hugleiðingar um draumsjón aldamótamanna og reynslu þjóðarinnar", Réttur
32 (1948), bls. 120-52 og 184-264.
43 Alþingistíðindi (1965), d. 1657-58.
44 Sbr. ræður Gísla Guðmundssonar, d. 1470-90, Ingvars Gíslasonar, d. 1654-55
og Jónasar Rafnar, d. 1670.
45 Hjörleifur Guttormsson gerði fjárfestingar útlendinga að umtalsefni í umræð-
unum og taldi þær ekki Islendingum til heilla, en þau ummæli voru þó nefnd
fremur í framhjáhlaupi en þau væru kjarni gagnrýni hans á frumvarpið, sem
beindist að mestu að umhverfisáhrifum verksmiðjunnar; Alþingistíðindi 121.
löggjafarþing, B (1997), d. 6800.