Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 184
430
LÓA ALDlSARDÓTTIR
SKÍRNIR
bundna sem afstætt rými er „byggist eingöngu á venslum sínum
við hið hnattræna“.10
Þessi kenning hefur ótal gloppur og snögga bletti. Hún lítur
alfarið framhjá mikilvægi tungumála, trúarbragða, nánum tilfinn-
ingatengslum fólks við heimili sitt og umhverfi og þau fjölmörgu
vandamál sem rísa upp í löndum þar sem eru stórir hópar inn-
flytjenda. Ferguson hefur greint sjö goðsagnir í kenningum
hnattvæðingarsinna. Morley og Robins falla fyrir fjórum þeirra:
stórt er betra - meira er betra - tími og rúm hafa horfið - einsleit
alheimsmenning.* 11
Ymislegt bendir til að jafnvel þau fjölmiðlafyrirtæki, er líta á
heiminn sem sitt markaðssvæði, hafi ekki staðfasta trú á því að
skapast hafi fljótandi rými sem jarðarbúar spegli sig í og móti
sjálfsmynd sína útfrá. Astralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Mur-
doch, sem ræður yfir einu stærsta fjölmiðlaveldi heims, er ágætt
dæmi um það hvernig jafnvel helstu fjölmiðlarisarnir þurfa að
beygja sig undir menningu og/eða hagsmuni viðkomandi þjóða.
Til þess er oft vitnað hve snöfurmannlega hann felldi BBC World
Service fréttaþjónustuna út af dagskrá STAR TV, gervihnatta-
sjónvarps síns í Asíu, þegar kínversk stjórnvöld æsktu þess. Hann
hafði þó áður verið svo riddaralegur að lýsa því yfir að ólýðræð-
islegum ríkisstjórnum þessa heims stafaði ógn af gervihnattasjón-
varpi. „Tillitsemi“ Murdochs við stjórnvöld í þeim Asíuríkjum
þar sem hann starfrækir fjölmiðla, hefur orðið til þess að „áhrif
STAR TV á fjölmiðla og menningu þjóðanna [í Asíu] eru enn
ekki mikil“.12
Popptónlist, ásamt kvikmyndum, er sú menningarafurð sem
flyst einna frjálslegast yfir hnöttinn en jafnvel tónlistarstöðin
MTV hefur orðið að breyta stefnu sinni og setja upp svæðis-
bundnar stöðvar. Oft er talað um Evrópu sem eina menningar-
lega heild en MTV-sjónvarpsstöðin skipti meira að segja evr-
10 Sama rit, bls. 117.
11 M. Ferguson (1992), „The Mythology about Globalization". European
Journal of Communication. 7/1, London: SAGE, bls. 69-95.
12 J. Man Chan (1997), „National responses and accessibility to STAR TV in
Asia“. Media in Global Context: A Reader. Ritstjórar A. Sreberny-
Mohammadi o.fl. London, New York, Sidney: Arnold, bls. 105.