Skírnir - 01.09.1999, Blaðsíða 33
SKÍRNIR ISLENSKA AKADEMÍAN: KOTUNGAR í ANDÓFI
279
mannanna frammi fyrir sköpunarverkinu, sá skilningur gerir
mennina mikla. Þessi skrýtni fugl sem þeir Hrísbrúingar ólu hjá
sér innleiddi traffík og konkúrensi í Mosfellssveit, og öll hans
umsvif með peninga og eignir taka á sig sama töfrablæ og hið ein-
falda líf Hrísbrúarbænda, þau eru eins og náttúrulegur vöxtur,
sveipaður kátlegum dularblæ.
Heilindin í sinni skýrustu mynd eru sett fram í þeim kafla sem
birst hefur sem sjálfstæð smásaga, „Sagan af brauðinu dýra“ og
segir af vinnukonu Mosfellsprests. Hún var vön að seyða rúg-
brauð í hver á hverjum degi. Vera má að óhætt sé að skilja brauð-
ið þeirri trúarlegu táknmerkingu sem vikið var að hér að framan,
hin sanna næring, gagnstæð þeim steinum sem sumum eru gefnir.
Einn daginn villtist vinnukonan í svartaþoku. Hún tapaði áttum
og ráfaði uppi um heiðar í þrjá daga og bar með sér brauð prests-
ins. Þá fannst hún og var bjargað en hafði ekki snert á brauðinu.
Það eina sem hún lagði sér til munns var ber og vatn sem minnir á
nægjusemi Díógenesar. Sögumaður, sem sjálfur hafði verið
mjólkurpóstur, minnist þess að hafa spurt konuna, þá háaldraða,
um þetta atvik og furðað sig á að hún hafði ekki bragðað á brauð-
inu. Hún sagði að það væri ósiður að vera einlægt að éta:
Mikið var konan undrandi á þeim fjarstæðum sem gátu runnið uppúr
þessu piltkorni; lá við að það fyki í hana: maður étur nú líklega ekki það
sem manni er trúað fyrir barnið gott.
Var þér þá sama hvort þú lifðir eða dóst, bara að brauðið kæmist af,
spyr ofangreindur mjólk- og blekberi.
Því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir, segir þá konan.
Spurníng: Getur maður aldrei orðið of húsbóndahollur?
Konan spyr á móti: getur nokkur nokkurntíma verið nokkrum trúr
nema sjálfum sér? (Innansveitarkronika: 89-90)
Þetta er sama orðalag og í kvæðinu um Hergilseyjarbóndann eftir
Stephan G., „að vera í lífinu sjálfum þér trúr“. Hugsunin endur-
speglar orð Krists, „yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun eg setja
þig“ (Matt. 25.23-24). Trúmennska Guðrúnar vinnukonu yfir
brauðinu er sjálfsafneitun sem felur í sér mannlega reisn. Trúnað-
ur hennar tengist framvindu sögunnar traustari böndum þegar
Finnbjörg á Hrísbrú bað hana fyrir kaleik sem varð viðskila við