Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 13
vestíírska FRETTABLADID 13 minn fljóta til og frá í nokk- urra feta fjarlægð." Enn einn, sem lent hafði í bílslysi, segir: „Ég sá fólk koma hlaup- andi og þyrpast kringum bílinn og ég sá vin minn koma út úr bílnum, aug- sýnilega í taugalosti. Ég gat séð líkama minn í brakinu mitt á meðal alls þessa fólks og ég sá fólkið reyna að draga hann út úr bílnum.“ FRAMLIÐNAR SÁLIR Margir þessara einstakl- inga sáu framliðið fólk strax eftir viðskilnaðinn við lík- amann og Moody hefur eftir þeim, að þeirri sjón hafi ver- ið samfara sterk vináttu- og þægindatilfínning. Einn kvaðst hafa séð fjölda manns, allt fólk sem hann hafði þekkt í lifanda lífi. Hann þekkti ömmu sína og „Þegar ljósið birtist, var þetta hið fyrsta sem hann sagði við mig: „Hvað hefur þú að sýna mér af því sem þú hefur gert við líf þitt?“ eða eitthvað í þá áttina. Síð- an fór ég að skynja liðna atburði úr lífi mínu. ...Þegar ég skynjaði þetta atvik, sá ég ekki ljósið á meðan. Hann hvarf um leið og hann hafði spurt mig hvað ég hefði gert og „upp- rifjanirnar“ (flashbacks) hófust, en samt vissi ég að hann var hjá mér allan tím- ann... I sérhverri „upprifj- un“ var hann að reyna að sýna mér eitthvað. Það var ekki eins og hann væri að reyna að sjá hvað ég hefði gert — hann vissi það þegar —, en hann valdi úr þessi vissu atvik í lífi mínu og birti þau fyrir framan mig til þess að ég yrði að muna Red Cloud. —Indíánahöfðinginn, leiðsögumaður miðilsins Est- elle Roberts. Eina Ijósmyndin, sem vitað er til að reynt sé að halda fram að tekin sé af anda framliðins manns. stúlku, sem hafði gengið með honum í skóla, og marga aðra vini og kunn- ingja. Hann sá aðallega andlit þeirra og fann til ná- vistar þeirra. Allt þetta fólk var með hýrri há og hinum „dána“ fannst að það væri komið til að vernda hann og veita honum leiðsögn. „Það var dásamleg og dýrleg stund,“ segir þessi einstakl- ingur um reynslu sína. LJÓSVERAN Flestir sem gengið höfðu í gegnum þessa sérkennilegu lífsreynslu áttu það sameig- inlegt, að þeir sáu fagra og bjarta veru, sem Moody nefnir „ljósveruna“. Hlut- verk þessarar veru var, eins og fyrr segir, að hjálpa þeim að líta yfir farinn veg — vega og meta lífshlaup sitt — en ekki til þess að álasa þeim eða áfellast þá. Einn segir: þau. Það var þó engin ásök- un í þessu. Þegar fyrir bar atvik, þar sem ég hafði sýnt sjálfselsku, var viðhorf hans það, að ég hefði verið að læra af þessum atvikum líka.“ Annar segir: „Hann virðist einnig hafa mikinn áhuga á hlutum, sem vörðuðu þekkingu. Hann benti stöðugt á atvik, sem draga mátti af lærdóm, og hann sagði, að jafnvel þegar hann kæmi aftur til mín (því í þetta sinn hafði hann sagt mér, að ég myndi hverfa aftur í líkamann) myndi leit að þekkingu á- vallt eiga sér stað. Hann sagði, að þetta væri stöðug þróun og ég fékk það á tilfinninguna, að þetta (þ.e. þekkingarleitin) héldi áfram eftir dauðann.“ Flestir einstaklinganna, sem Moody ræddi við, sögðu, að reynsla þeirra eftir Táknar Kristur hér Ijósveruna, sem reynir að hafa áhrif á líf mannanna? dauðann hefði verið miklu sterkari og jákvæðari en reynsla þeirra í jarðneska lífinu og margir vildu ekki snúa aftur. Hér fara umsagnir nokk- urra manna og kvenna um þetta: „Ég skynjaði ekkert nema hlýleika og sterkustu notatil- finningu, sem ég hef nokkru sinni fundið.“ „Ég fór að finna til dá- samlegra tilfinninga. Allt virtist hafa horfið úr heim- inum nema friður, þægindi og rósemi —. ...Mér fannst allir mínir erfiðleikar vera á bak og burt.“ „Þegar ég fór yfir mörkin fann ég til unaðslegra til- finninga — friðar og rósemi. Allar áhyggjur hurfu.“ „Ég vildi ekki snúa við, en ég átti engra kosta völ og þá þegar var ég kominn í lík- amann.“ „Þegar ég varð vör þess- ara undursamlegu tilfinn- ingar í nærveru ljóssins, vildi ég í rauninni ekki snúa við. En ég tek skyldur mínar mjög alvarlega og ég vissi að ég átti skyldur að rækja við fjölskyldu mína. Svo ég á- kvað að koma hingað aft- ur.“ ENGINN VONDUR STAÐUR? Það einkennilega við þess- ar frásagnir er, að einstakl- ingarnir sem í hlut áttu, höfðu fæstir orðið fyrir ó- þægilegri reynslu eða kynnst einhverju sem svipaði til refsingar fyrir drýgðar synd- ir í jarðlífinu. Þó er þetta ekki algilt. í samræðum sín- um við frú Kubler-Ross lét þetta fólk í ljós undrun sína yfir því að enginn ótti eða refsing virtist vera tengd dauðanum. Það var því lík- ast sem Hitler og móðir Ter- esa hlytu sömu örlög eftir dauðann. Frú Kubler-Ross skýtur því inn í, að þá hefði hún gert sér Ijóst, að Guð dæmdi ekki — mennirnir eru þeir sem dæma. Jólabóka- markaóurinn stendur nú sem hæst Höfum tekið fram fjölda nýrra og skemmtilegra bóka af ýmsu tagi. Ævisögur og endurminningar sjómanna og bílstjóra, verkakvenna og ráðherra. Skáldsögur eftir íslenska og erlenda höfunda. Ferðasögur og þjóðlegur fróðleikur Matreiðslubækur og listaverkabækur Barna- og unglingabækur Auk þess er á boðstólum mikið af eldri bókum, hentugar til jólagjafa, margar á sérlega hagstæðu verði Lítið inn á JÓLABÓKAMARKAÐINN í Bókhlöðunni á 2. hæð Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 - Isafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.