Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 27

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 27
vestfirska FRETTABLADID Radarinn, tæki sem nú er í hverjum fiskikoppi, var hernaðarleyndarmál í byrjun síðari heimsstyrjaldar. Bresk herdeild var send norður í Aðalvík í öndverðu stríðinu til þess að setja upp radarstöð, nánar til tekið á Ritaskörðum á steindrang sem heitir Dofri eða Darri. Sá maður sem varð eins konar tengiliður milli herdeildarinnar og heima- manna var Jón Magnússon, bóndi á Sæborg I Aðalvík. Hann sagði okkur undan og ofan af komu Bretanna til Aðalvíkur og samskiptum heimamanna við þá. svokölluðum Hjalla. Það er dálítið hár hóll fyrir framan Garðabæinn. Til þess að manna þessa stöð þurfti náttúrulega húsnæði, og á góunni 1942 voru byggðir þarna sjö braggar. Það var þá alveg stunguþýtt og ein- stæð tíð. Um vorið komu svo menn í þessa bragga og fóru að starfrækja radarstöð sína. Það var leynd yfir þessu öllu, enda var enginn að njósna eftir því, og það var ekkert skipt sér af þessum mönnum. Við heyrðum nefndan radarinn og höfð- um einhverja hugmynd um hvernig þetta verkaði, ann- að ekki, og okkur kom það náttúrulega ekkert við. Við hjálpuðum þeim við að byggja kofana, en smiði höfðu þeir alltaf frá sér.“ Nú hafa þeir ekki sent hvern sem var til íslands að koma upp svo mikilvægri stöð? Jón Magnússon er fyrst spurður hvenær fólk hafi haft veður af stríðinu í Aðal- vík. „Við fréttum náttúrulega um þetta, ég kom af sjó fyrstu dagana í september og þá sagði konan mér, að Þjóðverjar hefðu ráðist inn í Pólland. Þá vissi maður náttúrulega við hverju mátti búast. Svo verður hernámið 10. apríl um vorið 1940 og fréttum við það gegnum síma, og svo var því útvarp- að. Um veturinn ’41 kemur Tryggvi Tryggvason, sonur Tryggva Jóakimssonar, konsúls á ísafirði. Hann er með tundurspilli og erindið er það að fá þarna leigt fyrir strandverði. Þeir fengu leigt í Görðum hjá Betúel Betú- elssyni, þar í kjallaranum. Fengu einnig leigt í húsi, sem Steinhús er kallað, fengu þar stofu. Þar settu þeir upp loftskeytastöð sem þeir kómu með með sér. Þeir áttu að hafa auga með skip- um og var það aðallega eftir að Bandaríkjamenn voru komnir í stríðið og farnir að flytja hergögn til Múrmansk í Sovétríkjunum. Skipalest- irnar fóru þarna fram hjá og sást til þeirra og það voru oft mörg skip í lest, yflr tuttugu og flest svona upp undir fimmtíu. Skip af öll- um mögulegum stærðum. Það var mikil ólga á hafinu og ég man eftir því, að vorið sem strandverðirnir voru, þá var skotið þessu fræga skoti, þegar þeir skutu Hood niður úr tuttugu mílna fjarlægð. Þeir fengu strax aðvörun um það, hvað væri að ger- ast.“ En þeir láta ekki þar við sitja að senda þessa strand- verði? „Þegar þeir voru búnir að vera í ár, var ákveðið að koma upp radarstöð og fyrsta radarstöðin var sett á Jón Magnússon. Skip hans hátignar, Baldur Finnbogi Hermannsson ræðir við Jón Magnússon frá Sæborg í Aðalvík, um bresku herstöðina í Aðalvík. ENGINN UNDIR STÚ- DENT „Þetta voru menn sem þeir völdu og sá verkfræð- ingur sem fyrstur kom, var eiginlega allan tímann meira og minna. Honum var sagt að hann ætti að setja upp stöð á þessum stað og gerð grein fyrir því að fbúðarhúsið að Sæborg í Aðalvík. þarna væru engin þægindi, engin höfn og ekki neitt. Hann fer í braggana í Southamton og honum er sagt að hann skuli velja sér þar 15 manna áhöfn og það gerði hann. Hann sagði mér, að hann hefði passað sig með það, að hann hefði eng- an mann tekið, nema að hann hefði að minnsta kosti stúdentspróf og margt af þessum mönnum var með háskólapróf. Til marks um vandað val á mönnum, þá lét hann gjaldkera frá Eng- landsbanka, útibúi bankans í London, hafa allar fjárreið- ur. Allir þessir menn sem kómu, voru mjög kurteisir og ákaflega almennilegir menn, og ég vissi ekki til að það yrði neinn glundroði eða óánægja út úr þeirra dvöl. Svo er það 1943 um vorið, að þessi radar þykir ekki nógu fullkominn og komið að því að fá sér nýjan, og 27 hann þarf að byggjast uppi á fjalli. Til þess þurfti að leggja járnbraut upp á fjall, henni var skipt í tvennt og höfð tvö spil sem hífðu. Þá varð einnig að leggja veg upp að fjallinu og eftir fjall- inu út á Darra, þar sem stöðin var reist, en það er um tveggja kílómetra leið. Þá sendu þeir marínerliða, 70 manns, það voru smiðir og aðrir byggingarmenn frá Royal marine. Þeir komu og unnu við þessar fram- kvæmdir og íslendingar með þeim. Gekk þetta allt stór- slysalaust vil ég meina, það urðu þarna engin meirihátt- ar slys þótt stundum hafi legið við, en einhvern veg- inn blessaðist þetta allt sam- an.“ Jón Magnússon er spurð- ur hvers eðlis þessi deild hafi verið, virðist liggja beint við að álíta að þarna hefði verið sveit úr landgönguliði flot- ans. „Stöðin var alla tíð rekin sem hluti af breska sjóhern- um bara eins og þetta væri lítið skip og skipið hét Bald- ur eða H.M.S. Baldur. Auð- vitað voru þeir ekki með merktar húfur, því það má ekki merkja þær neinu á- kveðnu skipi. Á ófriðartím- um stendur ekkert á dáta- húfunni nema H.M.S..“ Hvaða tign höfðu þessir menn? „Það var ýmist, það var orderly seaman, able sea- man, leading seaman og svo petty-officer og áfram upp. Þeir sem að sögðu fyrir þarna voru lieutenant commander, þeir voru með tvo og hálfan strípa á hand- leggnum, það verður að lesa tignina eftir fötunum, það er gamla sagan eins og hjá Jörundi: Ég las lengi drottinn þitt veglega verk, ef vel gat það orðið til meins. Að valdsmanninn böðulinn kotung og klerk og konung þú skapaðir eins. Því ef að úr buxunum fógetinn fer eða frakkanum örlitla stund. Má ekki greina hver maður- inn er og mikið er skraddarans pund. Það var sami siður þarna og í herskipi, þeir höfðu þarna sérstakan kofa út af fyrir sig. Þar var varðrúm, þar voru þeir og alltaf hægt að ganga að þeim, ef eitt- hvað var.“ Voru menn að bera sig til með vopnaburð? „Þeir höfðu náttúrulega með sér byssur, til dæmis strandverðirnir, og það var verið að koma og skoða hjá þeim. Meðal annars var það skrifað sem athugasemd í bókina, að offíserinn sem kom að skoða, sá svolítinn blett í hlaupinu á einum rifflinum. Það var náttúru-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.