Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 38

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 38
38 vesttirska "RETTABLADID BOL UNGAR VÍKUR- KA UPSTAÐUR TILKYNNING um útivistartíma barna og unglinga: f kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 fbúa eða fleiri mega börn yngri en 12 ára ekkl vera á almannafæri eftlr kl. 20 (8 á kvöldin) tímab. 1. sept. til 1. maí og eftlr kl. 22 (10 á kvöldin) 1. maí tll 1. sept., nema í fylgd með fullorðnum, aðstandendum eða umsjónarmönnum. Unglingar yngri en 15 ára mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 (10 á kvöldin) tímabilið 1. septembertil 1. maí og eftir kl. 23 (11 á kvöldin) 1. maí til 1. september,, nema í fylgd með fullorðnum, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun, íþróttasamkomu eða frá annari viðurkenndri æskulýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir löglegan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð að viðlagðri ábyrgð þess, er þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur að dvöl á almennum dansleikjum eftir kl. 20, öðrum en sérstökum unglingaskemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háðar eru sérstöku eftirliti. Forstöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. BARNAVERNDARNEFND BOLUNGARVÍKUR (Utdráttur úr 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna nr. 45/1970). Jólasveina- heimsókn Vegna þess hve vel við tókum á móti jólasveinun- um í fyrra, þá hafa þeir fallist á að koma við á ísafirði 23. desember n.k., á Þorláksmessu. Eru þeir væntanlegir í bæinn milli kl. 16:00 og 18:00 Munið að taka vel á móti körlunum og fáið þá til að dansa við böm og fullorðna kring um jólatréð, sem Kiwanisfélagar munu setja upp framan við Hótel ísafjörð. BESTU JÓLAÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ALLRA, SEM HAFA STUTT OKKUR I ÞESSU MÁLI OG Á ANNAN HÁTT KIWANISKLUBBURINN BASAR ÍSAFIRÐI - ICELAND HAFIÐ SAMBAND - FISKVERKENDUR A VESTFJÖRÐUM Flytjum út skreið beint til traustra kaupenda í Nígeríu, sem hafa að baki áratuga reynslu í dreifingu á skreið þar í Idndí. Erum einnig med góð víðskiptasambönd í Vestur Cameroon og Italíu. Höfum góðan markað í Port Harcourt, Nígeríu fyrir herta þorskhausa. Greiðum hæstu skilaverð eins og þau eru á hverjum tíma. NÝKOMIÐ: SKREIÐARSTIMPLAR OG STAFIR EFLUM VESTFIRZKAN UTFLUTNING. FELAG VESTFIRZKRA SKREIÐARFRAMLEIÐENDA SÍMI 3500 ÍSAFIRÐI.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.