Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 24

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 24
24 sí VEStfirska TTABLAEIÐ Drj úgt komið af jólabókum —Gunnlaugur telur Ólaf Thors, Gunnar Thoroddsen og Togaraöldina vænlegar sölu- bækur. „Það er komið drjúgt af jóla- bókum og við merktum ekkert stopp vegna verkfallsins,“ sagði Gunnlaugur Jónasson bóksaii á ísafirði, þegar blaðið innti hann eftir jólabókamark- aðinum. „Þó komu sumar bækurnar í mjög litlu upplagi vegna seinkunar á bókbands- vinnu, en það virðist ætla að jafna sig. Það er eins og bók- salan fari af stað þegar desem- ber er kominn á almanakið og það er komið til okkar mikið af fallegum bókum.“ Gunnlaugur Jónasson. Aðspurður um hvort nokkrar vísbendingar væru komnar á söluhæstu bækur, sagði Gunn- laugur, að mikið hefði verið spurt um bókina um Ólaf Thors og búið væri að panta af henni tíu eintök, en sú bók er komin. „Menn biðu líka í ofvæni eftir Gunnari Thoroddsen, sem væri væntanleg í þessari viku að því er hann best vissi. Þá væru bækur eins og Landið þitt og Togaraöld- in girnilegar, en Togaraöldin er eftir Gils Guðmundsson og er hann búinn að vera með þá bók í smíðum æði lengi. Möskvar morgundagsins fæst einnig en hún er framhald metsölubókar- innar Undir kalstjörnu en þetta er ævisaga færð í skáldsöguform eft- ir Sigurð A. Magnússon eins og kunnugt er. Til mótvægis við bækur sjálf- stæðismanna er svo Stóra bomb- an tekin saman af Jóni Helgasyni heitnum ritstjóra, og ætti að varpa ljósi á stjórnmálasögu þess tímabils sem hún fjallar um.“ Þá gat Gunnlaugur þess, að nokkrar ágætar barnabækur væru nú á markaðinum, þar á meðal Lambadrengur eftir Pál H. Jóns- son og Ástarsaga úr fjöllunum eftirGuðrúnu Helgadóttur. Þess má geta, að bóka- markaðurinn á efri hæðinni hefur nú verið opnaður og er þar úrval bóka, bæði nýjar og eldri bækur. f. Skjaldböku- bækurnar —og fleiri fyrir yngri lesenduma frá Salt hf. Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér svonefndar Skjaldböku- bækur, sem ætlaðar eru yngstu lesendunum eða til lestrar fyrir þá. Eru bækurnar seldar sex saman i öskju eða hver bók fyrir sig. f bókunum segir gamla skjaldbakan Spak- ur, sonar-sonar-syni sínum, Hægfara, ýmsar sögur og má draga einhvern lærdóm af hverri sögu. f bókarlok er bent á hvers kyns sá lærdómur er og er t.d. minnt á nokkrar af dæmisögum Biblíunnar. Seila Groves er höfundur textans en myndirnar teiknaði Gordon Stowell. Þá hefur Salt sent frá sér bók- ina Ég vil líka lifa, eftir banda- ríska rithöfundinn Ednu Hong. Sr. Jónas Gíslason dósent þýddi bókina. Ég vil líka lifa er þroskasaga Gúnthers, sem fæddur var fatlað- ur. Hann var talinn einskis nýtur og látinn afskiptalaus. Honum er komið fyrir á heimili fyrir van- gefna og fatlaða og þar mætir hann í fyrsta sinn kærleika og umhyggju. Er því lýst hvernig hann verður smám saman nýtur þegn þegar hann fær verkefni við sitt hæfi. Skjaldbökubækurnar eru sex í einni öskju. Þá hefur Salt hf. einnig sent frá sér bókina Barnið í Betlehem. Hefur hún að geyma endursögn á fæðingu Jesú Krists í Betlehem. Frásögnin er einföld og hrífandi og margar litmyndir prýða bók- ina. Textinn er eftir Jenny Roberts- son og myndirnar teiknaði Seila Bewley. Karl S. Benediktsson Sagan um Gunther, fatlaðan dreng, sem nær að þroskast og dafna, þrátt fyrir mikið mótlæti. Úrvalið fóútk Jakkaföt fynr herra á öllum aldn Kjolar og samkvæmis dress fra Laufinu Munið gjafakortin vinsælu — Þau veita rétt á frjálsu vali. Topptískan í unglinga- fatnaði er í Eplinu Verslunin Isafirði Aöalstræti 24, sími 3103 þýddi. Bók þessi kom fyrst út í Englandi árið 1977. íslenski text- inn er settur hérlendis en bókin að öðru leyti prentuð í Bretlandi í samvinnu margra þjóða. Þá er komin út ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson hjá Salt hf., Kátir krakkar. Höfundur seg- ir hér frá þremur systkinum, sem eignast kettling, og hvernig þau bregðast við hinum ýmsu vanda- málum, sem uppeldi heimilisdýra getur haft í för með sér. Auk þess fléttast inn í söguna ýmis ævintýri og uppátæki, sem kátir krakkar taka sér jafnan fyrir hendur. Kátir krakkar. — I gleði og sorg var kettlingurinn auga- steinninn þeirra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.