Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 39

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 39
vestfirska 1 FRETTABLADIS 39 söngvarans í Brekkukots- annál?“ „Það getur ekki verið, því að ég var alltaf að syngja fyrir Reykvíkinga, en svo vitlaus var Garðar Hólm aldrei.“ Og svo sagði hann einnig: „Veistu það, það var mitt stóra ólán að lenda til Kaupmannahafnar að læra söng, ég náði mér aldrei eftir það.“ „Hann sagði að þeir hefðu farið með röddina í sér og þeim suður í löndum hefði aldrei tekist að laga það. Þá var hann orðinn það gamall og hættur að syngja, að hann gat sagt þetta, og það var nokkrum mánuðum áður en hann dó, hann dó um veturinn. Hann er ógleymanlegur og ein bóka hans, Lífið og ég, er ein skemmtilegasta lýsing á Reykjavík um aldamótin sem ég hef lesið. En það er erfitt fyrir listamenn að komast áfram á þeim tímum sem Eggert og fleiri menn voru að berjast til mennta í list sinni. Stefán íslandi komst það sem hann komst meðal annars af því að á- byrgir menn kostuðu hann til mennta og hann segir frá því. Thórsararnir tóku hann að sér og hann fékk regluleg- ar greiðslur út og þurfti aldrei að hafa af því áhyggj- ur, meðan hann var að læra. Slíkt bjuggu hvorki Skag- field eða Eggert við á sínum námsárum. Við skulum líka hugsa okkur hve íslensku málararnir áttu erfitt upp- dráttar, Kjarval, Ásgrímur og Jón Stefánsson svo ein- hverjir séu nefndir, þeir voru ekki metnir fyrr en þeir voru komnir á miðjan aldur og áttu í ákaflega miklu basli að komast áfram.“ Tíðkaðist það, að íslenskir tónlistarmenn hefðu kon- serta fyrir vestan? „Margir söngvarar komu, en þeir voru ekki allir góðir, en ég vil minnast á Maríu Markan, hún gerði storm- andi lukku, enda stórkostleg söngkona. Arthur Benjamin, eitt þekktasta tónskáld Breta á sinni tíð, var undir- leikari hjá Maríu Markan í Vancouver, en ég hitti hann í Winnipeg og hann sagði þetta við mig um Maríu Markan: „María Markan er einhver besta söngkona ver- aldarinnar, aðeins sambæri- leg við Kirsten Flagstad.“ „Þetta er maður, sem var heimsþekktur, enda var María góð. Svo fór hún til New-York, hún kom fram í Figaro á Metropolitan, þeir höfðu svo mikið álit á henni þar og fengu Sir Thomas Beecham að stjórna Figaro. En hún var ekki bara góð söngkona hún María Mark- an, hún var elskuleg mann- eskja. NAUMURNAR NOT- AÐR UTAN UM Samtímamenn og sam- ferðamenn Ragnars H. Ragnar eru orðnir margir um dagana, enda er hann kominn á átttugasta og fjórða ár, og það verður ekki slegist í för með öllu fleirum í þessu lesi, talið berst að íslenskri tónlist og íslenskri tónhefð og naumur komnar til umræðu. Ekki dónaleg þrenning þetta; Jónas Jónsson frá Hriflu, Ragnar H. Ragnar og Jón Á. Jóhannsson. „Naumurnar voru notað- ar um alla Evrópu á undan nútímanótnaskrift, en eins og Laxness segir í ræðu sinni um Snorra Sturluson, þá tóku lútherskir valdamenn íslands og aðrir, bækurnar, bútuðu þær sundur og not- uðu utan um aðrar bækur. Áður höfðu þeir hafnað hinni einu, sönnu og sálu- hjálplegu trú hinnar kaþ- ólsku kirkju. En Arngrímur lærði, sem skrifaði mjög gott rit, Crimogæa á latínu, sem ég ekki skil, en þetta er varnarrit fyrir fslendinga, segir, að útlendingar ættu að vita það, að hér væru og hefðu verið músikantar sem réðu við lög í sex röddum. Og í Biskupasögum segir frá því, að Jón Ögmundsson fékk hingað þekktan mann Ragnar og Slgrfður hafa markað eftirminnileg spor f menningarlff ísafjarðarkaupstaðar, og gæfa okkar var mikil, að þau skyldu setjast hér niður. Óskum Vestfiröingum og landsmönnum öllum gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kassagerð Reykjavíkur hf. til þess að kenna söng við skóla sinn. íslendingar stóðu áreiðanlega í sönglist og tón- listarfræðum, alveg að lok- um kaþólskunnar, jafnfætis öðrum þjóðum álfunnar. Einn af þeim mönnum sem lagt hefur stund á að lesa þessa nótnaskrift er Hall- grímur Helgason, einnig séra Kolbeinn Þorleifsson. Erlendis hafa þessar bækur geymst, en furðulítið hefur geymst af íslenskum bókum með naumum fyrir tákn. Þorlákstíðir eru á safni í Kaupmannahöfn, og um það skrifaði séra Bjarni Þor- steinsson og reyndar fleiri.“ Að framan er minnst á hefðina og hvernig eitt skáld rís upp úr hópi hundruða hagyrðinga, stórbrotið verk sem einnig byggir á hefðinni verður væntanlega flutt á tónlistarhátíð í Reýkjavík að vori og Ragnari H. hefur verið boðið að koma suður og vera við þennan atburð, þegar Edda verður frum- flutt ásamt fleiri verkum. „Ég fer að minnsta kosti til að hlusta á Jón Leifs hvernig sem hann lætur í eyrum.“ Ragnar hefur síðasta orð- ið og fer vel á, að viðtalið rísi í Eddu sinfóníunni sem útheimtir hundrað manna hljómsveit og tvöhundruð manna kór. f. GJAFAVÖRUR í ÚRVALI Fyrir dömur: Fyrir herra: ANAIS ANAIS CINNABAR VU ESTEÉ CLINIQUE ROMANTIC CALECHE AMAZON CHLOE PRIVAT COLLECTION CHARLIE JONTUE FIDJI NINA RICCI DIOR TABAC TIMBERLINE MUSK ARAMIS DERRIC CARVEN BALAFE AZZARO PIERRE ROBERT ROGER GALLERT RACQUE CLUB OLD SPICE BRUT ADMIRAL Ilmvötn, body lotion, freyðiböð, baðsölt, baðolíur, baðsápur, rakspírit- us og cologne. ísafjarðar BREYTTUR OPNUNARTÍMI: Laugardaginn 19. opið 11-12 og 14-22 Þorláksmessu opið til kl. 23 HRAFNKELL STEFÁNSSON SÍMI 3009 • PÓSTHÓLF 14 ■ ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.