Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 25

Vestfirska fréttablaðið - 14.12.1981, Blaðsíða 25
vestfirska rRETTABlADIfl að ræða það sjálf hvað við erum að meðtaka og hvert stefnir. Skipulagið á deildinni var frekar óljóst í fyrstu. Fólk vildi fá að vita með hvaða hraða það gæti tekið þetta nám, en við því fengust eng- in skýr svör. Hitt er ljóst, að þetta er allt á frumstigi og við erum þarna nokkurskon- ar tilraunadýr, eins og eðli- legt er þegar nýr skóli tekur til starfa. Ég vinn lítið með þessu námi — ég er aðallega hús- móðir og læt hverjum degi nægja sína þjáningu. Eigin- maðurinn hefur verið mjög jákvæður gagnvart setu minni í Öldungadeildinni og stutt mig með ráðum og dáð, annars væri þetta auð- vitað ekki hægt. Börnunum finnst líka dálítið spennandi að hafa mömmu í skóla. En vinir mínir og kunningjar spyrja bara hvernig ég nenni þessu. Heimavinnan er talsvert mikil og kúnstin er sú að kunna að skipuleggja tíma sinn. Þegar maður fer í svona nám á „gamalsaldri“, er maður kröfuharðari við sjálfan sig. Það nægir ekki bara að vinna heimaverk- efnin og gleyma svo að skól- inn sé til. Hvað við tekur þesar þessu er öllu lokið veit ég ekki — ég hugsa ekki svo langt fram í tímann. Ég vil gjarnan geta þess, að mér finnst það litið rétt- læti, að við hér á ísafirði skulum ekki sitja við sama borð og öldungadeildarnem- endur annars staðar á land- inu. Við borgum hæstu námsgjöld sem þekkjast í öldungadeildum á fslandi og við vonum það og treyst- um því að bæjarfélagið komi til skjalanna og styðji mynd- arlega við þessa nýjung í menntunarmálum í bænum, svo deildin þurfi ekki að leggja upp laupana vegna peningaleysis. Jón Ellert Jónsson er vél- smiður að atvinnu og starf- ar hjá Vélsmiðju Sigurleifs Jóhannssonar á ísafirði. Hann er gagnfræðingur og stundaði síðast nám í tækni- teiknun við Iðnskólann á Isafirði. Jón Ellert er bú- settur í Hnífsdal. Við spurð- um hann fyrst hvernig hon- um hefði þótt að setjast aft- ur á skólabekk. —Það voru að sjálfsögðu mjög mikil viðbrigði að byrja aftur í skóla. Venju- lega hef ég unnið til kl. 7 alla virka daga og iðulega laugardaga líka, en námið er stíft og kröfurnar miklar þannig að það veitir ekkert af því að nota alla helgina til námsins. Núna vinn ég bara til kl. 5 á daginn og nota það sem eftir er dagsins til að læra, þangað til skól- inn byrjar. Mér hefur líkað þetta nám mjög vel, andinn í deildinni er ágætur — menn eru þarna til að læra og það hefur sitt að segja. Viðvíkjandi náminu eru þar ekki á ferðinni nein sérstök vandamál hvað sjálfan mig varðar, nema hvað bók- menntagreiningin hefur vaf- ist dálítið fyrir mér. —Mig hefur lengi langað til að takast á við þetta nám og ég stefni auðvitað að stú- dentsprófi, en það er ekkert ákveðið með framhaldsnám ennþá. Hugsanlega held ég áfram í einhverju tækni- námi. Val á framhaldsbraut fer allt eftir því hvernig ég kem út úr stærðfræðinni i vor. —Heimavinnan er mikil og tekur frá manni nánast allan frítíma manns og það mæðir óneitanlega mjög á konunni, en hún hefur stutt mig vel og dyggilega. Fyrst í stað virkaði þessi Öldunga- deild á mig eins og hús- mæðraskóli — þarna voru konur í miklum meirihluta — en maður hefur vanist því núna að vera í minni- hluta. Ég held, að skipulagið á deildinni geti varla verið öðruvísi en það er miðað við allar aðstæður. Ég er ekki hlynntur því að bæta miklu við þetta nám eftir áramót- in, en ég er alveg sáttur við að byrja á efnafræði, eins og mér hefur skilist að standi til. Sennilega fer þá meiri tími í hana. Hvað námskostnaðinn varðar, þá finnst mér óneit- anlega eðlilegt að ríki og bær hlaupi að einhverju leyti undir bagga, eins og gert er annars staðar, því hagnaðurinn er þeirra líka, þegar fram í sækir, sagði Jón Ellert að lokum. Hildigunnur Högnadóttir á 3 börn á aldrinum 5-11 ára, en auk þess sem hún er húsmóðir í fullu starfi vinn- ur hún úti hálfan daginn í verzlun. Hún segir okkur, að hún hafi ekki minnkað við sig vinnuna þrátt fyrir skólagönguna. Ég tók lands- próf frá Núpi 1967 segir Hildigunnur en þá var eng- inn menntaskóli á Isafirði og ég hafði engan áhuga á að fara suður. Ég sótti tvis- var um inngöngu í Sam- vinnuskólann án árangurs Svava Oddný Ásgeirsdóttir og þá sneri ég mér bara að öðru. Maður verður auðvitað að byrja á því að læra að læra og skipuleggja tíma sinn eftir svona langt hlé, en námið hefur í sjálfu sér ekki valdið mér neinum sérstök- um erfiðleikum. Þetta geng- ur ósköp svipað og hér áður fyrr, nema hvað ég hef náð meira valdi á tungumálun- um. Þar bý ég að hag- kvæmu heimanámi: lestri danska og enskra bóka. Stærðfræðin hefur hinsvegar alltaf verið mín veika hlið. Mér finnst gott að vera í Öldungadeildinni. Þarna er skemmtilegt fólk, sem er að glíma við það sama og mað- ur sjálfur. Flest eru þetta húsmæður með börn eins og ég. En það er alveg ljóst, að ég hefði aldrei getað þetta, hefði ég ekki haft stuðning mannsins míns, sem hvatti mig reyndar í byrjun til að fara út í þetta. Börnin eru afskaplega ánægð með þetta líka og keppast við að lána mér strokleður og blýanta. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tungumálum og gæti vel hugsað mér að fara út í framhaldsnám í þeim, sérstaklega íslensku og ensku. En ég fór ekki út í þetta nám með eitthvert einkunnakapphlaup í huga, heldur til að auðga sjálfa mig. Maður verður kannske megnugri að hjálpa sínum eigin börnum, þegar þau stækka. Væntanlega fáum við Öldungardeildarnemendur Jón Ellert Jónsson á ísafirði sömu fyrirgreiðslu og stuðning frá hinu opin- bera og aðrar slíkar deildir á landinu. Okkur er sagt að það eigi allir jafnan rétt til náms. Ég trúi ekki öðru en það verði komið á móts við deildina í þessum efnum. 25 Hildigunnur Lóa Högnadóttir Hvað skipulagið á deild- inni varðar þá tel ég að það sé nokkuð gott og ég vona að það verði grundvöllur til að reka hana áfram og hún eigi langa lífdaga fyrir höndum. Bolungarvíkur- kaupstaður sendir bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þakkar árið, sem er að líða. Bæjarstjórinn í Bolungarvík. IÐNSKÓLI ISAFJARÐAR INNRITUN Innritun í 2. áfanga Iðnskóla stend- ur yfir. Innritun fer fram í sskólanum til 18. þ.m. og í símum 4215/3815 milli kl. 9-12 og 14-16. SKÓLASTJÓRI r Oskum 1 viðskiptavimm okkar^ oglandsmönnum m í öllum ™ gleðilegmr hátíðar W VELTIR HF

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.